Hudson Mohawke í algleymingi hjá Breakbeat.is - 06.09.2009

Væntanleg heimsókn skoska tónlistarmannsins Hudson Mohawke ætti ekki að hafa farið framhjá lesendum Breakbeat.is en kappinn mun leika á viðburði á Jacobsen 26. september næstkomandi. Hér á síðunni má kynna sér feril þessa listamanns í textum og tónum, stutta umfjöllun um Hudson Mohawke má finna á greinasvæði vefsins og á tónasvæði Breakbeat.is má finna syrpu frá Hudson Mohawke og tóndæmi af væntanlegri breiðskífu hans "Butter". Þá verður kappinn kynntur í bak og fyrir í útvarpsþætti Breakbeat.is á næstu vikum.

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn má svo finna á sérstakri smásíðu tileinkaðri honum á slóðinni breakbeat.is/hudmo. Loks er rétt að geta þess að heppnir notendur Breakbeat.is geta unnið miða á þetta rosalega tjútt með því að skrá sig á póstlistann okkar eða gerast aðdáandi Breakbeat.is á Facebook (fyrir hina minna heppnu má fjárfesta í miða í forsölu á einungis 1000 krónur í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 35, frá og með 12. september).

Hlekkir:
Viðburður á Facebook


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast