1984 hjá Alix Perez - 10.09.2009

Belgísk-breski tónlistarmaðurinn Alix Perez sem hefur vakið mikla athygli undanfarið með melódískum og grípandi drum & bass tónsmíðum sínum mun í haust gefa út sín fyrstu breiðskífu á Shogun Audio útgáfu DJ Friction. Skífa þessi hefur hlotið nafnið "1984" og er væntanleg í verslanir þann 12. október næstkomandi.

"1984" kemur út á geisladisk og 3x12" vínyl pakka og mun auk þess verða fáanleg á stafrænu niðurhalsformi.  Fókusinn á skífunni ku vera á drum & bass tónlist má þar finna tóna af ýmsu tagi, þ.a.m. lög í hip hop og dubstep fíling. Þó nokkur samvinnuverkefni er að finna á "1984" og meðal þeirra sem fóru í hljóðverið með Alix Perez má nefna tónlistarmennina Spectrasoul, Lynx, Zero T og Sabre og söngvara/söngkonur á borð við Peven Everett og Ursula Rucker. Smáskífa með titillaginu "1984" og "Suffer in Silence" er væntanleg í verslanir á næstu dögum og mun gefa forsmekkinn af því sem koma skal.


Hlekkir:
Alix Perez á Myspace
Alix Perez á Facebook


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast