Plastician mixar Dubstep LA - 14.09.2009

Breski grime & dubstep snúðurinn Plastician hefur sett saman mixdiskinn "Dubstep LA: Embrace The Renaissance Vol. 1" þar sem rapparar á borð við Snoop Dogg, Xzibit, Murs, Grand Puba og Eva ljá dubstep stjörnum á borð við Benga, Caspa, Starkey og Joker rödd sína. Skemmst er að minnast lagsins "Snoop Dogg Millionaire" sem vakti mikla athygli en í því fer Snoop Dogg með rímur yfir Chase & Status slagarann "Eastern Jam". Það var einungis toppurinn af ísjakanum því Plastician hefur ásamt vel tengdum aðilum í tónlistarheiminum kynnt rappstjörnur vesturstrandar Bandaríkjana fyrir dubstep tónlistinni og sett af stað þó nokkur samstarfsverkefni.

Afraksturinn er fyrrnefndur mixdiskur sem inniheldur 28 lög sem spruttu upp úr tilraun þessari, þeirra á meðal eru þó nokkur áður óútgefin lög. "Dubstep LA: Embrace The Renaissance Vol. 1" má nálgast löglega og endurgjaldslaust á netinu og er um að gera að tjekka á þessari nýstárlegu blöndu. Fróðlegt verður að fylgjast með hvert þetta samspil hip hop og dubstep tónlistar leiðir á næstu misserum.

Hlekkir:
Plastician á Myspace
Dubstep LA á MP3 formi


Deila með vinum:1 hefur röflað

  1. Leopold röflaði þetta
    Sótti þetta um daginn...
    þann 27.09.2009 klukkan 11:28

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast