Metalheadz 15 ára - 08.10.2009

Það var árið 1994 sem Doc Scoot og Goldie settu Metalheadz útgáfuna af stað  en útgáfan hefur síðan fest sig í sessi sem ein sú mikilvægasta í drum & bass geiranum og í tónlistarheiminum almennt. Goldie og félagar halda því í ár 15 ára afmæli Metalheadz og verður tímamótunum fagnað með sérstakri safnskífu með helstu Headz klassíkerum síðustu 15 ára.

Skífa þessi er væntanleg í verslanir 30. nóvember næstkomandi og lagalistinn er vægast sagt rosalegur:

01/Doc Scott "VIP Drums"
02/Dillinja "Angels Fell"
03/J Majik "Your Sound"
04/Alex Reece "Pulp Fiction"
05/Photek "Consciousness"
06/Lemon D "This Is LA"
07/Doc Scott "Swarm"
08/Adam F "Metropolis"
09/Codename John "The Warning"
10/Marcus Intalex & ST Files "Universe"
11/Rufige Kru "Beachdrifter"
12/John B "Up All Night"
13/dBridge "True Romance"
14/Total Science "Defcom 69"
15/Commix "Be True"

Þá munu Metalheadz liðar halda upp á afmælið og útgáfuna þann 20. nóvember á skemmtistaðnum The Arches í Lundúnarborg, eru  Goldie, Fabio, Randall, Storm, Commix, SpectraSoul,  Marc Mac, Jumping Jack Frost, Breakage og Flight meðal þeirra sem manna spilarana á þessu kvöldi sem ku vera hið fyrsta af mörgum Metalheadz kvöldum á The Arches.

hlekkur:
Metalheadz.co.uk


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast