Hidden Hawaii með safnskífu - 10.10.2009

Þýska útgáfan Hidden Hawaii er í eigu tónlistarmannsins Felix K og er ung og upprenandi útgáfa. Felix hefur verið viðriðin drum & bass senu Þjóðverja í rúman áratug og byrjaði Hidden Hawaii sem klúbbakvöld í Berlín, árið 2008 var svo stofnuð útgáfa undir sama nafni. Á dögunum sendu Hidden Hawaii sér sína fyrstu breiðskífu, safnskífuna "Volume One".


Skífa þessi inniheldur 8 lög frá mönnum eins og Metro, Amplicon, Crackle Wizard og Felix sjálfum. Þá á Austfirðingurinn Bjarni Rafn Kjartansson á líka lag á skífunni, en það er lagið "Mixed Signals" sem er samið undir lisamannsnafninu Muted. "Volume One" er fáanleg í öllum helstu niðurhalsverslunum veraldarvefsins.

Hlekkir:
Hidden Hawaii
Hidden Hawaii á Myspace
Muted á Myspace


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast