Breakbeat.is vs Airwaves á Jacobsen á fimmtudaginn! - 13.10.2009

14.-18. október næstkomandi fer Iceland Airwaves hátíðin fram í ellefta sinn. Á hverju einasta ári hefur Breakbeat.is staðið að að minnsta kosti einu kvöldi á hátíðinni og árið 2009 er engin undantekning, því sameiginlegt kvöld Breakbeat.is og Airwaves fer fram á fimmtudaginn á neðri hæð Jacobsen við Austurstræti.

Fjölmargir erlendir gestasnúðar hafa spilað á þessum Breakbeat.is kvöldum í gegnum tíðina en í ár verður breyting þar á. Það er ekki nauðsynlega slæm þróun því það er gríðarlega mikil og skemmtileg gróska í íslensku drum & bass og dubstep senunni um þessar mundir.

Á kvöldinu munu koma fram fimm íslenskir raftónlistarmenn og tveir plötusnúðar. Panoramix, Subminimal og Raychem hafa allir spilað áður á hátíðinni og hinir stórefnilegu Muted og Hypno þeyta frumraun sína, en þeir hafa báðir vakið mikla athygli á árinu innanlands sem utan með stórgóðum tónsmíðum sínum. Fastasnúða Breakbeat.is, þá Kalla og Gunna Ewok, þarf varla að kynna fyrir lesendum.

Tjúttið fer fram eins og fyrr segir á Jacobsen nú á fimmtudaginn og hefst klukkan 21. Handhafar Airwaves armbanda fá forgang, en armbandslausir geta borgað sig inn (einungis 1000 krónur) á meðan húsrúm leyfir.

Heimasíða Iceland Airwaves


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast