Fabric með Lyftutónlist - 05.12.2009

Lundúnarklúbburinn goðsagnakenndi Fabric sendir í næsta mánuði frá sér safnskífuna "Elevator Music Vol 1" þar sem áherslan er lögð á "bass music" eða bassadrifna tónlist ýmiskonar með rætur í breskum stefnum á borð við dubstep, drum & bass, garage og funky. Á skífunni kennir ýmissa grasa, er þar að finna lög frá þekktum listamönnum á borð við Untold, Starkey, Martyn og Caspa & Rusko auk upprennandi nýliða eins og Shortstuff, Om Unit, Octa Push og Mosca.

Þá er rétt að benda á það þeir sem versla skífu þessa í stafrænu niðurhalsformi geta nælt sér í Hackman endurhljóðblöndun frá hinum íslenska Hypno. "Elevator Music Vol 1" er væntanleg í verslanir 8. janúar næstkomandi og verður fáanleg á geisladisk og á stafrænu niðurhali.

Hlekkir


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast