Instra:mental og dbridge kynna Plus Ultra og Club Autonomic - 04.04.2009

Íslandsvinurinn dBridge og Instra:mental tvíeykið hafa tekið höndum saman um tónsmíðar og önnur verkefni undanfarna mánuði. Afrakstur þessa samstarfs er meðal annars þröngskífa sem væntanleg er á Darkestral útgáfunni auk þess sem þeir félagar hafa sett af stað nýtt hlaðvarp og nýja plötuútgáfu.

Hlaðvarpið vinna þeir undir nafninu Club Autonomic, er nýr þáttur settur þar inn mánaðarlega og fara þremenningarnir þar yfir nýja tónlist og spila auk þess eldri tóna frá áhrifavöldum þeirra. Hefur þetta framtak hlotið mikið lof á veraldarvefnum en meðal þess sem hefur ratað á fóninn hjá köppunum eru nýjar tónsmíðar þeirra undir listamannsnafninu Plus Ultra og lög sem eru væntanleg á nýrri útgáfu þeirra, Nonplus+ Records. Fyrsta skífan undir merkjum Nonplus+ mun rata í verslanir á næstu misserum og mun innihalda lögin “Wonder Where” með dBridge og “No Future” með Instra:mental, auk þess er væntanleg 2x12” pakki á Darkestral útgáfunni sem hefur hlotið nafnið Sepia Tones EP.

Hlekkir>>
Club Autonomic
Nonplus+


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast