Orðsending frá Breakbeat.is - 05.04.2009

Breakbeat.is vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem mættu á kvöldið á Jacobsen á fimmtudaginn. Af gefnu tilefni vijum við vekja athygli á áherslubreytingum á fastakvöldum Breakbeat.is. Með flutningnum á Jacobsen var tekin ákveðin stefnubreyting í tónlistarvali. Framvegis verða ekki lengur sér dubstep kvöld eða sér drum & bass kvöld heldur er það í höndum plötusnúða hvers kvölds fyrir sig hvað þeir ákveða að setja á fónana. Drum & Bass, jungle, dubstep, hip hop, wonky, old skool og hvað þetta kann að heita allt saman mun því heyrast á Breakbeat.is kvöldum héðan í frá.

Það fer svo væntanlega líka eftir undirtektum gesta hvaða stefnur fá að heyrast hverju sinni. Við biðjum gesti um að sýna víðsýni og skilning, allt er þetta að okkar mati góð og vanrækt tónlist sem á skilið að fá að heyrast á dansgólfum Reykjavíkur.

Að þessu sögðu verða gamalgróin þemakvöld eins og Rewind og Old Skool á sínum stað. Meira um það síðar!


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast