Calibre á Deep Medi - 25.04.2009

Hin írski Calibre er þekktur fyrir tónsmíðar sínar í drum & bass geiranum en hefur þó í gegnum tíðina einnig daðrað við aðrar tónlistarstefnur. Dubstep geirinn hefur heillað margan drum & bass listamanninn og virðist hafa fangað áhuga Calibre en á næstu dögum er von á fyrstu dubstep 12” kappans og mun hún koma út undir merkjum Deep Medi útgáfufyrirtækis Íslandsvinarins Mala.

Skífa þessi inniheldur lögin “Stolen Shadow” og “Dutty” og er sú 17 í röðinni á Deep Medi. Á síðustu vikum hefur hver platan á fætur annari ratað í verslanir frá Deep Medi og hafa listemenn á borð við Skream, Clouds og Goth Trad þar komið við sögu.

Hlekkur>>


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast