Chase & Status landa stórum samningi - 21.05.2009

Nú í vikunni bárust þær fréttir að breski dúettinn Chase & Status hafi gert stóran samning við bandaríska útgáfurisann Mercury Records (Universal). Þeir kumpánar hafa um nokkurt skeið verið eitt af stærstu nöfnunum í drum & bass senunni, og hefur breiðskífa þeirra “More Than A Lot” selst í yfir 50.000 eintökum síðan hún kom út í fyrra.

Einnig hafa þeir eins og svo margir aðrir daðrað við dubsteppið, og með það miklum tilþrifum að sjálfur Snoop Dogg tók lag þeirra “Eastern Jam” upp á arma sína og nýtti sér það í laginu “Snoop Dogg Millionaire”.

Það verður athyglisvert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en búist er við nánari fréttum af öllum herlegheitunum á næstunni, þannig að fylgist vel með!


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast