Lynx & Kemo með remix keppni - 15.05.2009

Breiðskífa Lynx og Kemo, “The Raw Truth”, ætti ekki að hafa farið framhjá áhugafólki um drum & bass tónlist en gripurinn kom út nú á dögunum á Soul:R útgáfu Marcus Intalex og St. Files. Nú hafa þeir félagar stofnað til endurhljóðblöndunar keppni á fyrsta laginu sem þeir gáfu út, “Global Enemies”, sem meðal annars toppaði 2007 árslista Breakbeat.is.

Á vefsíðu Lynx og Kemo má nálgast hljóðrásir “Global Enemies” og allar nánari upplýsingar um skilmála keppninnar. Hvetja þeir félagar efnilega tónlistarmenn til þess að spreyta sig og leggja áherslu á að endurhljóðblandanirnar þurfi alls ekki að vera í drum & bass gír heldur séu þeir opnir fyrir öllum straumum og stefnum.

Hlekkir:
TheRawTruth.info
Lynx & Kemo á MySpace
Soulr.co.uk


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast