Rufige Kru breiðskífa væntanleg - 11.05.2009

Íslandsvinurinn Goldie hefur verið iðinn við kolann undanfarin misseri bæði í tónsmíðum og í rekstri útgáfu sinnar, Metalheadz. Í sumar er von á nýrri breiðskífu frá kappanum og hefur hún hlotið nafnið “Memoirs of an Afterlife”. Skífan var unninn ásamt Heist undir Rufige Kru nafninu en á henni verður einnig að finna samstarfsverkefni og endurhljóðblandanir frá dBridge, Artificial Intelligence, Alix Perez og Sabre.

Skífa þessi er væntanleg í verslanir í júlí en tólf tomma með lögunum “Shanghai Dub” og “Ever Wanted” mun gefa smekkinn af því sem koma skal.

Hlekkur>>


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast