Old Skool í algleymingi á Breakbeat.is - 05.05.2009

Væntanlegt Old Skool kvöld Breakbeat.is ætti ekki að hafa farið framhjá neinum en herlegheitin fara fram á Jacobsen nú á fimmtudaginn. Það verða þeir Elli og Ewok sem standa vaktina bakvið spilarana í þetta skiptið og munu kýla ofan í gesti klassíkera frá fyrstu árum tíunda áratugarins. Veislan hefst klukkan 21:00 og að vanda er frítt inn.

Upphitun fyrir kvöldið verður í Breakbeat.is útvarpsþættinum á Xinu 97.7 á miðvikudagskvöldið milli 23:00 og 01:00. Ewok mun ásamt góðum gestum stikla á stóru í sögu old skoolsins og eflaust munu ófáir slagarar rata á fónana í hljóðveri Xins annað kvöld. Fyrir þá sem ekki geta fylgst með í beinni er rétt að benda á podcast Breakbeat.is.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast