Tilkynning – Breytt dagsetning á Breakbeat.is 3.0 á Jacobsen - 25.05.2009

Af óviðráðanlegum ástæðum mun væntanlegt Breakbeat.is kvöld, Breakbeat.is 3.0 All Nighter, á Jacobsen frestast um sólarhring og fer því fram sunnudagskvöldið 31. maí (eða aðfaranótt 1. júní öllu heldur en kvöldið hefst klukkan eitt eftir miðnætti). Dagskrá kvöldsins er að öðru leiti óbreytt með öllu.

Að gefnu tilefni vill Breakbeat.is einnig vekja athygli á að umrædd helgi er Hvítasunnuhelgin og því almennur frídagur á mánudaginn kemur og opnunartími skemmtistaða rýmri en á sunnudögum almennt. Þá er aldrei að vita nema andinn komi yfir plötusnúða og gesti kvöldsins svipað og gerðist fyrir postulana góðu fyrir tæpum tvöþúsund árum.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast