Breakbeat.is topp tíu listi september mánaðar - 27.09.2011

Topp tíu listi Breakbeat.is fyrir september mánuð var kynntur í útvarpsþætti Breakbeat.is síðastliðinn laugardag. Listar þessir eru teknir saman af plötusnúðum Breakbeat.is í hverjum mánuði og samanstanda af því markverðasta í taktabrotstónlistinni hverju sinni.

Að þessu sinni hreppti Sully topp sætið með breiðskífu sína "Carrier" þar sem hann tengir saman garage, dubstep og juke tóna af mikilli list. Af öðrum mönnum á lista má nefna nýliðann Dub Phizix, harðhausana Current Value og Donny og tékknesku junglistana Rido & Hybris.

Hægt er að hlusta á upptökur af útvarpsþætti Breakbeat.is á tónasvæði okkar en einnig er hægt að hlusta á listann og versla hann í hliðrænu eða stafrænu formi á Juno.co.uk og Junodownload.com.


Breakbeat.is Topp tíu listi september mánaðar 2011
1. Sully - Carrier LP (Keysound)
2. Fracture & Mark System- Yeah But (Subtitles)
3. Dub Phizix - The Editor EP (Soul:R)
4. Rustie - Ultra Thizz (Warp)
5. DJ Rum - Mountains Part 2 & 3 (2nd Drop)
6. Pangaea - Hex (Hemlock)
7. Cyrus - Vision (Deep Medi Musik)
8. Total Science -  No Justice (Jubei remix) (Blackout Music)
9. Current Value & Donny - Revolt & Riot (Guerilla)
10. Rido & Hybris - The Prague Connection EP (Metalheadz)


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast