Breakbeat.is @ Iceland Airwaves 2011 - 02.10.2011

Breakbeat.is hefur frá upphafi unnið með Iceland Airwaves og staðið að árlegum klúbbakvöldum á hátíðinni. Undanfarin ár hafa kappar á borð við Lynx, Ramadanman, Mala, Martyn, Doc Scott og High Contrast sótt landið heim undir þessum formerkjum. Í ár kemur flottur flokkur innlendra og erlendra listamanna fram á Breakbeat.is kvöldi hátíðarinnar. Fara herlegheitin fram fimmtudaginn 13. október á Faktorý.

Kvöldið hefst á live tónlistarflutningi frá þremur íslenskum listamönnum, Hazar, Subminimal og Muted. Að því loknu mun bandaríski plötusnúðurinn Natasha Fox snúa skífum og rúsínan í pylsuendanum er svo bak í bak syrpa frá fastasnúðunum Kalla og Ewok. Nánari upplýsingar um kvöldið og listamennina sem að koma þar fram á finna á sérstökum Airwaves vef Breakbeat.is.

Iceland Airwaves hátíðin er nú haldin í 12. sinn og er nú þegar uppselt á hátíðina. Af erlendum listamönnum sem stíga á stokk má nefna Beach House, Sbtrkt, Tune-Yards, Hauschka og James Murphy auk þess sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi kemur fram á hátíðinni. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vef Iceland Airwaves.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast