Sepalcure með samnefnda breiðskífu - 20.10.2011

Brooklyn tvíeykið Sepalcure vakti mikla athygli í fyrra með þröngskífunni "Love Pressure" á Hotflush útgáfu Scuba, síðan þá hafa þeir sent frá sér aðra þröngskífu auk remix plötu þar sem FaltyDL, Jimmy Edgar og fleiri tóku lög þeirra í gegn. Á næstunni er hins vegar væntanleg fyrsta breiðskífa Sepalcure og verður hún samnefnd listamönnunum. "Sepalcure" kemur út á Hotflush þann 22. nóvember næstkomandi og mun innihalda 10 lög, má búast við skífunni í öllum hefðbundnum formum, þ.e. vínyl, geisladisk og stafrænu niðurhali.

Smáskífa með lögunum "Pencil Pimp" og "I'm Alright" er væntanleg á næstu vikum og mun gefa forsmekkinn af því sem koma skal en samkvæmt fréttatilkynningu frá Hotflush er breiðskífa Sepalcure fáguð en aðgengileg og tilfinningamikil en skemmtileg. Þá sendu þeir félagar frá sér svokölluð mpfrír lag til kynningar á skífunni um daginn, lögin "Deep City Insects" og "I'm Alright" má nálgast endurgjaldslaust m.a. á vefsíðu XLR8R.

Sepalcure er skipuð þeim Travis Stewart (e.þ.s. Machinedrum) og Praveen Sharma (e.þ.s. Braille), þeir félagar eru afkastamiklir en fyrr á árinu kom út breiðskífa frá Machinedrum á Planet Mu og undir Braille nafninu hafa tvær tólf tommur ratað í plötubúðirnar á síðustu mánuðum.


Deila með vinum:

Verslaðu tónlist með Sepalcure:
Mp3 á Junodownload.com
Plötur á Juno.co.uk

0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast