Djammrýni: Carl Collins á Virkni kvöldi á 22 - 22.06.2000 - 24.06.2000

Þegar ég lagði leið mína inná efri hæð 22 tók við mér hin besta tónlist ...en ekkert fólk! Við þetta var úr mér allur vindur og trú mín á mannkyninu fauk út um gluggann.....en sem betur fer þá fór fólkið að tínast inn hvað á eftir öðru rétt um ellefu leytið til að hlusta á þá ómfögru tónlist sem að hinir heimagrónu plötusnúðar Reynir , Eldar, og Dj Habit matreiddu ofaní þá sveltu heila í gestum staðarins , og stóðu þeir sig allir með stakri prýði ....miklu meiri prýði heldur en aðalmaðurinn Carl Collins ef ég á að segja eins og er.


Eftir að leið á kvöldið var fólkið farið að svitna í takt við þunga drum and bass tónana sem skvettust út hátölurunum inní eyru fólksins og stemningin byrjaði að hífast upp.....eftirvæntingin eftir hr.Carl var orðin talsverð meðal fólks, og þegar klukkan var farin að slá 12 þá fór maður að velta fyrir sér hvað hefði orðið af manninum sem hafði ekkert látið sjá sig.
Þrátt fyrir það þá hélt sveittur múgurinn áfram að dansa í svitakófi sem reyndar var orðið óbærilegt undir lokin og karlmennirnir fóru því brátt að tína sig úr spjörunum....


Loksins klukkan hálf eitt ætlaði svo allt um koll að keyra því að þá mætti Carl Collins bakvið málmgrindina og byrjaði að spila.....jú jú, þetta voru góð og fín lög sem hann bauð uppá en ég verð að segja að skiptingarnar voru heldur harkalegar fyrir minn smekk og þegar að hræðilegir taktárekstrar voru orðnir heldur margir var mér ekki farið að standa á sama.
Hið dansandi fólk lét það þó ekki á sig fá, og stemningin hélt áfram óhindruð og keyrði fram úr hófi þegar að hann spilaði lög eins og Tudor Rose og Thoughts, og flestallir ef ekki allir hrópuðu og kölluðu í fagnaðarlátum. En þar sem að maðurinn mætti alltof alltof seint fékk hann ekki mikinn tíma bakvið spilarana ,og var ákveðið að skera á fjörið klukkan að verða hálf tvö, en þá var búið að vera opið um hálftíma lengur en ætlað var. Ég fór norður daginn eftir og get því ekki sagt til um hvort að þessir miklu taktárekstrar hafi verið af orsökum ferðaþreytu eða bara óvandvirkni ... Samt sem áður rættist þó vel úr kvöldinu fyrir tilstillan íslensku plötusnúðanna sem að mér finnst hafa haldið kvöldinu uppi og staðið sig mikið mikið betur heldur en Carl Collins sem þó fékk að njóta sín ....

-Anna G-


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast