Inngangur

Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar varð til nýtt tónlistarform í úthverfum stórborga Bretlandseyja.

Þessi tónlist, sem var hraðari og harðari en venjulegt þótti á þeim tíma, kallaðist í fyrstu hardcore, fékk síðar nafnið jungle og er í dag kölluð drum & bass. Sumir kjósa hins vegar að kalla hana einfaldlega breakbeat, enda er hún keyrðáfram á taktskipan sem byggist á því að takturinn er brotinn upp. Þetta nýja tónlistarform bylti hugmyndum manna um hraða og takstkipan í tónlist, enda var þarna var á ferðinni tónlistarbylting sem enn sér ekki sér fyrir endann á. Hér á eftir fer yfirlit yfir þróun breakbeat tónlistarinnar og sögu drum & bass. Ekki er um tæmandi yfirlit að ræða heldur takmarkaða yfirferð á sögu og þróun þessarar tónlistarstefnu auk þess sem stiklað er á stóru í framvindu mála hjá Breakbeat.is og á Íslandi almennt.

 

Uppruninn 

Á níunda áratugnum varð House tónlistin síðan til í Chigaco. Allar tegundir nútíma danstónlistar eiga sínar rætur í house tónlistinni og er drum & bass þar engin undantekning. Frankie Knuckles er talin vera einn af frumkvöðlum House tónlistarinnar, en þegar hann spilaði á klúbbunum Warehouse í borginni í kringum 1985 bætti hann 4/4 takti úr trommu heila yfir blöndu af diskó og soul tónlist sem hann mixaði saman.

 

Nafnið house er einmitt komið af nafni Warehouse klúbbsins. Acid House Í Chicaco varð líka til harðara afbrygði af House tónlistinni, svokallað Acid House. Ef einhver á að teljast upphafsmaður þess tónlistarforms er það DJ Pierre. Með þvi að "misnota" gítarhljóðgervilinn sinn Roland TB 303 framleiddi hann þau hljóð sem áttu eftir að einkenna Acid tónlistina. Lagið "Acid Trax" sem hann og fleiri gerðu undir nafninu Phuture árið 1987, átti stóran þátt í að koma Acid tónlistinni til Bretlands. House og Acid House komst til Bretlands að mestu í gegnum Ibiza, sem skýrir það af hverju Bresk danstónlistarblöð eru enn að upphefja eyjuna og allt sem á henni gerist. Bretar fóru til Ibiza til að djamma og komu aftur með House og Acid tónlistina sem spiluð var á klúbbunum þar. Árið 1988 fóru Bretar að gera sína eigin House og Acid tónlist og er það tímabil kallað "summer of love" þar í landi, enda margir fullir af kærleik og alsælu. Ólöglegar útvarpsstöðvar (pirate stations) spruttu upp um allt land og haldin voru ólögleg vöruhúsapartý sem gengu undir nafninu rave.

 

Á þessum tíma byrjuðu flestir helstu plötusnúðar Breta feril sinn. Grooverider og Fabio kynntust á pirate stöðinni Phase One og byrjuðu að spila í kjallarabúllu í Brixton sem kallaðist Mendoza. Þeir urðu síðar helstu plötusnúðar hardcore tónlistarinnar og eins og aðrir sem síðar áttu eftir að ýta hardcore tónlistinni úr vör spiluðu þeir Acid.

 

Sagan:
Inngangur | 1990-1993 | 1994-1996 | 1997-2000 | 2001-2002 | 2003-2004 | 2005-2006 | 2007-2008 | 2009

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast