Breakbeat.is @ X-ið FM 97.7 11 febrúar 2009
Muted - Breakbeat.is Prófíl Mix
Sjá prófíl hér
Lagalisti:
01) Amaning & Dubwise - Smash (VIP Mix) (Soul:R)
02) Lynx & Alix Perez - Allegiance (Soul:R)
03) Mist:i:cal - Inside My Head (Soul:R)
04) Subwave - Think (Shogun Audio)
05) Calibre - Beat Goes On (Signature)
06) Electrosoul System - No One Knows (Subtitles)
07) Break - Mr. Crystal (Soul:R)
08) Heist - Pinchers (Allsorts)
09) Icicle - That Tune (Fokuz Limited)
10) Alix Perez - Morning Sun (Creative Source)
11) Mutt - Incredible (31 Records)
12) Silent Witness - Twin Town (Critical)
13) Break - Enigma (Quarantine)
14) Lynx - Whistlestop (Brand Nu)
15) Syncopix - General Hospital (Hospital)
Hlekkir
Bjarni á Myspace
Bjarni á Facebook
Prófíll#11: Paranoya
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að DJ'a?
Ég byrjaði að plötusnúðast í gamla skólanum mínum, Breiðholtsskóla, í tíunda bekk, keypti svo SL-a sumarið eftir.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan var einhver Icepick EP, sennilega versta plata í heiminum!
Síðasta plata sem þú keyptir?
Meaty Ogre - Leo vs Pisces.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ég nota Serato Scratch live, þannig að..!
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni, Sandboxautomatic, Turntablelab.
Hefurðu spilað einhverstaðar?
Já.
Uppáhalds listamaður?
Technical Itch.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Eldra Moving Shadow, Virus og fleira, nýrra - allt sama eitrið, finnst ekkert standa upp úr.
Uppáhalds DJ'ar?
Craze, Kid Koala, Babu, Abilities og Robbi Chronic.
Tracklisti:
01) Fanu - Siren Song [Subtitles]
02) Evol Intent & Ewun - Headcase [Barcode]
03) Future Cut - Ghetto Style (Evol Intent Remix) [Renegade Hardware]
04) Evol Intent - Red Soil [Outbreak]
05) Pish Posh - Corrupt Cops (Evol Intent Remix) [Barcode]
06) Ewun - Interstellar [Barcode]
07) Mason & Armanni Reign - Ruff Rugged & Raw (Technical Itch Remix) [Freak]
08) Loxy & Keaton - Haters (Hive Remix) [Renegade Hardware]
09) Jem - They (Photek Remix) [Crazy Wide Music]
10) Evol Intent - 7 Angels With 7 Plagues [Barcode]
11) Evol Intent - The Blood [Renegade Hardware]
12) Fresh & Baron - Fahrenheit [Breakbeat Kaos]
13) Calibre feat. MC Fats - Drop It Down [Signature]
14) Ben Sage - Sleepless (Resonant Evol VIP) [Magic Vinyl]
15) Pish Posh - Corrupt Cops (Evol Intent Remix) [Barcode] *AFTUR*
16) Wu-Tang Clan - C.R.E.A.M. [Loud]
vÞú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Prófíll#10: Impulze
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj'a?
Ég byrjaði að fíla trommu og bassa eftir að bróðir minn kom mér upp á lagið að hlusta á Skýjum Ofar og gamlar upptökur af Tækni þáttunum. Ég fékk SL-a í 10. bekk og vann í kjölfarið plötusnúðakeppni félagsmiðstöðvanna í Reykjavík. Eftir að hafa unnið keppnina fór ég og sneri mér alfarið að trommu og bassa tónlistinni og að beatmixa. Ég var svo heppinn að kynnast Adda Exos sem vann í skólanum mínum. Hann kenndi mér allt um beatskiptingar og fleira sem hefur hjálpað mér feitt.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Exos - Survivor, Dom & Roland - Industry.
Síðasta plata sem þú keyptir?
Hive - Neo.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ætli það sé ekki 26 Bass.
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni, Blackmarket, Hard 2 Find.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Maður hefur ekkert verið iðinn við að spila á skemmtistöðum borgarinnar vegna aldurs (16)! En ég hef verið að spila hér og þar.
Uppáhalds listamaður?
High Contrast.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Metalheadz.
Uppáhalds DJar?
DJ Rush, Jeff Mills og Panik.
Topp tíu listi:
01. FSOL - Papua New Guinea (High Contrast Remix) (White)
02. Roni Size - 26 Bass (Full Cycle)
03. Pendulum - Vault (31)
04. Dillinja - It's Over (Chronic)
05. High Contrast - Return To Forever (Hospital)
06. John B - Up All Night (Metalheadz)
07. D.Kay & Epsilon - Barcelona (Bad Company Remix)
08. Sonic & Silver - Rocket Launcher (Virus)
09. Hive - Neo (Violence)
10. Unknown Artist - Final Story (White)
Tracklisti:
01. Jonny L - Enuff (Pirahna)
02. Q Project - Champion Sound (Total Science Hardcore Will Never Die Remix) (C.I.A.)
03. Dillinja - This Is A Warning (Valve)
04. Simon "Bassline" Smith & Drumsound - Beeswax (TeeBee Remix) (Technique)
05. Roni Size - 26 Bass (Full Cycle)
06. M.I.S.T. & High Contrast - 3 AM (Soul:R)
07. Roni Size - Playtime (Full Cycle)
08. Influx Datum - Meant Love (Headquarters)
09. John B - Starburst 1.1 (Club Mix) (New Identity)
10. Adam F - Karma (High Contrast Remix) (Kaoss)
11. High Contrast - Make It Tonight (Hospital)
12. London Elektricity - Billion Dollar Gravy (Hospital)
13. Invaderz - Controls My Mind (Metalheadz)
14. Digital - Deadline (Remix) (31)
15. Ed Rush & Optical - Kerbcrawler (Virus)
16. Digital - Latest Request (C.I.A.)
17. ??? - ??? (?)
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
PRÓFÍLL#9: Toni
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj'a?
Get ómögulega beatmixað vínyl en ég byrjaði að fikta við að mixa lög í tölvunni fyrir ca. 4-5 árum síðan.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
"The Chemical Brothers - Life is Sweet" í Japis fyrir nokkrum árum. Eignaðist ekki plötuspilara fyrr en nokkrum árum síðar. Fyrsti djengl vínyllinn var "Souljah - Down with the Lites/Step 2-1-2-1-2 [HL002]".
Síðasta plata sem þú keyptir?
"Matrix - Mayhem/Misconception [RONSTER002]" úr tilboðskassanum í Þrumunni.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ehm, hef ekki ennþá séð kassann. ;)
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Var grunnskóla "DJ" í 9. og 10. bekk. Spilaði svo núna fyrir nokkrum vikum á Grand Rokk, en það var bara frumsamið. Ekkert spilað fyrir utan það.
Uppáhalds listamaður?
Í D&Binu eru það Dom & Roland, Optical, Dillinja og Calyx aðallega.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Moving Shadow og Renegade Hardware.
Uppáhalds DJar?
Gunni "Ewok", DJ Panik og DJ Hype. Hef nú ekki heyrt í mörgum.
Topp tíu listi:
Guð minn góður, það tæki mig hálft ár að taka það saman. Í augnablikinu þá eru "Twisted Individual - Bandwagon Blues", "Technical Itch - Critical Switch", "Biostacis - Flashpoint" og öll "Danny Breaks - Vibrations" platan að virka vel.
Lýstu mixinu þínu?
Byrja á nokkrum rúllurum og svo bara beint út í keyrsluna. Nýti mér möguleika tölvunnar. Leyfi lögunum kannski ekki að njóta sín nógu vel (vildi koma sem mestu að).
Tracklisti:
01. Calyx - Schitzoid (31)
02. Codename John - Be With You (Prototype)
03. Ed Rush & Optical - Greed (Virus)
04. Konflict - Cyanide (Renegade Hardware)
05. DJ Kane - System (Optical & Fierce Remix)(Renegade Hardware)
06. Bad Company - Spacewalk (B.C. Recordings)
07. Roni Size & Reprazent - In Tune with the Sound (feat. Rahzel) (åØåTalkin' Loud)
08. nCode - Carbon (Perspective)
09. Decoder - Fuk U (Industry)
10. Usual Suspects - ED 209(Renegade Hardware)
11. Dom & Kemal - Moulin Rouge (Moving Shadow)
12. Cause 4 Concern - Cerebrus (Perspective)
13. Ice Minus - Break the Ice (Ice Minus)
14. Concord Dawn - Black Friday (Low Profile)
15. Roni Size - Snapshots 3 (Full Cycle)
16. Edgey - Void Evolve (?)
17. Squarepusher - Full Rinse (feat. Twin Tub)(Violent Turd)
18. Comatron - Jumpdafuckup(?)
19. Splash - Babylon (Dillinja Remix) (Juice)
20. Moving Fusion & Andy C - Foul Mouth (Ram)
21. Concord Dawn - Check This Sound (Timeless)
22. Technical Itch - Critical Switch (Technical Itch)
23. Dillinja - Blaze It Down (FFFR/Valve)
24. Souljah - Step 2-1-2-1-2 (Hardleaders)
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Eitthvað að lokum?
Bara big-ups til Breakbeat.is og bumbu & bassa menningu Íslands. Shakayaboo!
Prófíll#8: Óli Ofur
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Ég spilaði fyrst á ofurkvöldi þann 11. janúar 2002, aðeins þremur vikum eftir að ég fékk spilara í mínar hendur.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Það var Dissection LP-inn með Decoder, ég hlustaði á hana fyrst um sinn í gegnum gamlan JVC spilara með slitinni reim, handsnúinn og handónýtur!
Síðasta plata sem þú keyptir?
Ég á nokkrar plötur í poka hjá Grétari, en það seinasta sem ég borgaði fyrir var sennilega The Legend / Quad með þeim félögum Technical Itch, Dylan og Trace.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ég held að ég sé það miskunarlaus að hafa ekki neina plötu sem alltaf hefur farið með mér.
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Já, á nokkrum ofurkvöldum, böllum og í einkagleðsköpum.
Uppáhalds listamaður?
Jimi Hendrix er held ég efstur á lista, en fast á eftir honum hafa verið t.d. Dom & Roland, Technical Itch, Dieselboy, Mamphi Swift og Fresh.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Nei.
Uppáhalds DJar?
Klute og Digital voru svaðalegir, en af íslenskum snúðum sem hafa náð að hreyfa vel við bossanum mínum er Bjarki Sveins fremstur með electro settið sitt á Josh Wink, svo koma Bjössi, Grétar og Frímann
Topp tíu listi:
1.Ram Trilogy - Screamer (RAM)
2. Twisted Individual - Bandwagon Blues (Formation)
3. Pendulum - Vault (31)
4. Special Forces - Sidewinder (Photek Productions)
5. Mampi Swift feat. Fresh - Play Me (Charge)
6. Red One - Pitch Switch (Liftin Spirits)
7. Technical Itch & Dylan - The Legend (Tech Itch)
8. Die - 100 Miles & Runnin’ (Full Cycle)
9. Stakka - Junkyard (Cargo)
10. Jonny L - Lets Roll (Pirahna)
Lýstu mixinu þínu?
Ef við ímyndum okkur að það sé lítill blökkumaður inní hátölurunum okkar sem að vinnur við það að hreyfa hátalarann fram og tilbaka til að framkalla tónlistina, þá getum við sagt að þessi blökkumaður svitni ansi mikið við að spila þetta sett!
Tracklisti:
1. Jungle Brothers - Jungle Brother [JB rmx] (white)
2. Die - 100 Miles & Runnin’ (Full Cycle)
3. Stakka - Junkyard (Cargo)
4. Styles Of Beond - Subculture [Dieselboy + Kaos VIP] (Human)
5. Jonny L - Enuff (Pirahna)
6. Stratus - Live (Sonix)
7.Red One - Pitch Switch (Liftin Spirits)
8. Twisted Individual - Bandwagon Blues (Formation)
9. Mampi Swift feat. Fresh - Play Me (Charge)
10. Dieselboy - Invid [E-Sassin VIP] (Palm Pictures)
11. RAM Triology - Screamer (RAM)
12. Ladytron - Blue Jeans [Josh Wink’s Vocal Interpretation] (Telstar)
13. The Droyds - Take Me I’m Yours [Simian Mobile Disco Mix] (Telstar)
14. Proper Filthy Naughty - To The Beat (Copyright Control)
15. Chemical Brothers - Morning Lemon (MCA)
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Eitthvað að lokum?
Yo mitt crew er þétt eins og Brick Games
Prófíll#7: AnDre
Þá er komið að sjöunda prófílnum í röðinni og að þessu sinni er Andri "Dre" Már sem svaraði fréttamanni breakbeat.is og setti saman syrpu. Andri hefur í gegnum tíðina verið viðriðinn ýmislegt við drum & bass senunna þótt ekki hafi hingað til farið mikið fyrir plötusnúðamennsku hjá honum þótt hann sé ansi liðtækur á því sviði sem og öðrum.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Byrjaði að fikta aðeins 94 hjá Árna Val félaga mínum,sem að kynnti mér fyrir danstónlist,heillaðist af öllu í kringum þetta,og lagði ósjaldann leið mína til hans til að fá að fikta í sl-unum hans,en keypti mér þó ekki spilara fyrr en 2001.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem að ég keypti mér var hin fræga og margumtalaða "12 ´Born Slippy´með Underworld,keypti hana´95 í Hljómalind þegar að Hljómalind var til húsa í austurstræti,gömlu góðu dagarnir jááhahaháá.
Síðasta plata sem þú keyptir?
)EIB(-Mass Hysteria(Hive rmx)-Grunge3(Dieselboy,Kaos+Karl rmx)
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ætli það sé ekki Ed Rush & Optical-Satellites-Zardoz
Hvar verslarðu plötur?
Tjah hér og þar og aðallega allstaðar hahaha!,en já ég versla plöturnar mínar oft í Þrumunni,og á netinnu þá Hard 2 Find og Classictrax.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Spilaði með hinum snjalla hip hop plötusnúð Benna(B-Ruff) á árshátíð F.Á og hef tekið í spilaranna á hinni og þessari menntaskóla skemmtun með félaga mínum Magga(Dj Paranoya)
Uppáhalds listamaður?
Já þeir eru nú nokkrir má þar nefna helst Cause 4 concern, Polar(K), John Tejada, Pieter K, Klute, Ed Rush & Optical og Technical Itch,
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Virus, 31, Penetration, Metro o.fl
Uppáhalds DJar?
íslenskir eru það að sjálfsögðu félagi Gunni Ewok og Reynir, Addi Exos hann tryllir alltaf lýðinn, og svo að sjálfsögðu Bjössi litli Brunahani með old school settinn sín og bangsinn hann Grétar :)
topp tíu listi:
1.Special Forces - Sidewinder(Photek Productions)
2.Klute & John Tejada - No Trust (Violence)
3.Ak 1200 meets Dom & Roland - The Lycan (Breakbeat Science)
4.Ed Rush & Optical - Hacksaw (Virus)
5.David Carbone - Eldorado (Industry)
6.Pendulum - Vault (31)
7.Cause 4 Concern - Soul [Matrix og Fierce rmx](C4C)
8.Polar - Airlock (Certificate 18)
9.Black Sun Empire vs Concord Dawn -The Sun (BLack Sun Empire)
10.Pieter K - Big Moon (Thermal)
Lýstu mixinu þínu?
Valdi lög sem að ég var sáttur við, byrjaði á léttari nótum og færði mig síðan út í skuggann!!
tracklisti:
1.Total Science - Rainbow Kiss(C.I.A)
2.Usual Suspect - Calimist(31)
3.Exile - Save Me(Beta)
4.Calyx - Leviathan(Metalheadz)
5.)EIB( - Mass Histeria [Hive rmx](Human)
6.Fresh - Switch(Ram)
7.Hive, Echo & John Tejada -?(Commercial Suicide)
8.Concord Dawn vs Black Sun Empire -The Sun (Black Sun Empire)
9.Special Forces - Sidewinder(Photek Productions)
10.Ak 1200 vs Dom&Roland - The Lycan (Breakbeat Science)
11.Universal Prjoject - The Glock (Universal Prjoject)
12.Technical Itch - The Ruckus(Penitration)
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Eitthvað að lokum?
Big ups til K.o.p 200, og að sjálfsögðu Slugga Thuggaz og Breakbeat.is Crew
Prófíll#6: Bjöggi Nightshock
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Fyrsta skiptið sem ég snerti plötuspilara var þegar ég var 12 ára hjá vini mínum sem var tveim árum eldri en ég. Eftir það reyndi ég að komast í þá hvenær sem ég gat og fór langar leiðir til að komast í félagsmiðstöðvar til að leika mér á plötuspilurum þó ég hafi átt mjög fáar plötur á þeim tíma.
Ég spilaði fyrst fyrir fólk í skólanum þegar ég var 14 ára en það var samt takmarkað. Ég fékk síðan lánaða Gemini spilara frá Dóra Junglizt stuttu eftir það og æfði mig mikið á þeim (þó þeir hafi nú verið frekar mikið tyggjó). Ég eignaðist samt ekki mína eigin spilara fyrr en árið 2001 en þá fjárfesti ég í tveim SL'um.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Run Come með Nu Cru (feat. General Pecos) á Labello Blanco. 1996!
Síðasta plata sem þú keyptir?
Secrets Inside EP, Nýja Quarantine og Crossfire á DCSI4
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Það virðist sem að öll Inside The Machine breiðskífan komist í kassann þegar ég fer út.
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni aðallega en það kemur fyrir að manni langi í eitthvað sem Þruman hefur ekki og þá nota ég Redeye.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Já. Alls konar partíum, skólasamkomum (batterí í MS ef einhver man eftir þeim), fyrsta alvöru "giggið" mitt var samt þegar ég spilaði á Breakbeat.is á Sportkaffi í fyrra. Síðan spilaði ég á fyrsta STC kvöldinu á Astró s.l. feb.
Uppáhalds listamaður?
Ég held að ég verði að segja Bad Company en því miður þá hefur allt sem hefur komið út eftir Rush Hour/Blind verið drasl í mínum eyrum og ég er ánægður með að Fresh er að fara sínar eigin leiðir. Einnig má nefna listamenn eins og Kiko, Black Sun Empire, Sta & Paul B, Subwave og Cause 4 Concern.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
DCSI4. Án Trace þá værum við öll að tjútta við T-10. brrr.
Uppáhalds DJar?
Mér fannst alltaf gaman að heyra á DJ Hype spila þar sem hann spilaði góð lög og gerði töluvert meira en að beatmixa. Annars hef ég ekki heyrt í syrpu frá honum í nokkur ár þannig að ég hef ekki hugmynd um hvernig maðurinn hefur þróast.
topp tíu listi:
Í engri sérstakri röð:
Pendulum - Spiral
Castor - Closer To You
Militia - Amnesia
Sta & Paul B - F5
Photek - Sidewinder
Fierce & C4C - Carrier
Fresh - Shinobi
Kiko - Passport
ICMB - The Pursuit
Hive - Neo
Lýstu mixinu þínu?
Bara eitthvað sem ég greip í. Gömul og nýleg lög sem maður hlustar ekki oft á.
tracklisti:
01. Ice Minus - AD2002 [ICE003]
02. Sinthetix - Liar [TOV12051]
03. Chris SU & SKC - Black Out [DSCI4LP002]
04. Teebee - The Void [CERT1856]
05. Phaze Syndicate - The Rager [FUZE28]
06. Usual Suspects - Syndrome [RH27]
07. Ed Rush & Optical - Satellites [VRS002]
08. Spy - System Error (remix) [UDFR012]
09. Divine Styler - Directrix (optical remix) [MWR125DJ2]
10. Kemal & Rob Data - Linear [TYME019]
11. Optical - Hi-Tek Dreams [PRO009]
12. Jonny L - Accelerate [XLLP125]
13. Danny Breaks - Space Maidens [DS25]
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Eitthvað að lokum?
Þakkir til allra sem hjálpuðu mér að þróa tónlistarsmekk minn í það sem hann er í dag. You know who you are!
Prófíll#5: Maggi B
Fimmti liðurinn í seríunni Prófíll er nú kominn upp og er það að þessu sinni Ofurhetjan að vestan Maggi sem sér um að snúa skífum í prýðismixi og kynnir sig nánar í prófíl hér að neðan.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Sunnudagurinn 2. febrúar 1997 var tímamótadagur í mínu lífi. Þá var sunnudagsblað morgunblaðsins enn í gangi og ég eins og svo oft áður kíkti alltaf á tónlistarsíðuna. Á henni var grein undir yfirskriftinni “tónlistarbylting tíunda áratugarins” jungle og drum&bass. Þetta var umfjöllun um útvarpsþáttinn skýjum ofar í umsjá þeirra Arnþórs S. Sævarssonar og Eldars Ástþórssonar. Ég ákvað að hlusta á þetta og síðan þá hef ég ekki snúið aftur (“the jungle just came alive and took him..”) lög eins og technology, quadrant 6, no digitty bootlegginn, come to daddy og prototype years LP´inn hjálpuðu til við að breyta ungum og óhörðnuðum unglingnum í forfallinn “junglist” sem sökkti sér djúpt í neyslu drum&bass tóna.
Keypti mér SL´a haustið 2000 en hafði reglulega keypt mér plötur og diska “í gegnum árin” þannig að maður átti orðið ágætis plötusafn, notaði bara gamla pioneerinn hans pabba ;-) við (Óttar, Óli og ég) byrjuðum með kvöldin okkar “Ofur” í ágúst 2001, en ekki fór nú mikið fyrir mixhæfileikunum. Það var ekki fyrr en áramótin 2001/2002 sem að maður fór að taka plötusnúðinginn alvarlega.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem ég fékk mér var Trace&Nico Cells/Copies á No U Turn keypti hana í Þrumunni í nóv/des ´97 algjör gullmoli!
Síðasta plata sem þú keyptir?
Það var alveg heill hellingur, king of the rollers, midnight, music maker ep, squash remixin, mind body & soul ofl.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Á ég að dirfast að segja það?? ...ég held að Hide U sé búin að vera í töskunni síðan ég fékk hana, Lose control/Universe með Mist hefur líka alltaf verið þarna ofan í (en hefur reyndar aldrei komið uppúr henni heldur) sem og 808 state-pacific Grooverider remixið.
Bodyrock fær líka alltaf að fljóta með, við erum oft beðnir að spila það hérna á skaganum, þetta lag er þekkt sem “hoppi skoppi lagið” hérna hjá okkur og vekur alltaf mikla lukku.
Hvar verslarðu plötur?
Ég versla aðallega plötur á redeye, juno og þrumunni þetta er svona 50% netið 50% þruman, svo eru nokkrar aðrar síður sem ég versla plötur hjá sem ég finn hvergi annarstaðar.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Jájá, ég hef spilað einhversstaðar. Á kvöldunum okkar “Ofur” þá á stöðum eins og Barbró, Skagabarinn, Breiðin/Efri hæðin og Langisandur svo líka: Rein, Hvíta húsið, Búðarklettur í Borgarnesi, þar sem brutust út fræg hópslagsmál.. (eftir djammið), Arnardalur, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Tunga (í Svínadal minnir mig (fyrsta djammið “okkar”)) þetta tiltekna djamm var nú reyndar haldið undir formerkjum sour music sem síðar varð worm is green, þessi kvöld hétu einfaldlega viðburður# og urðu þeir alls sex en þegar Árni “TWIG” hætti þá settum við á stofn okkar eigin viðburð sem fékk einfaldlega nafngiftina ofur.
Einnig hef ég/við spilað á Gauk á stöng, Breakbeat.is þættinum, Serótónín þættinum sáluga og líka hin og þessi partý. Svo höfum við verið með útvarpsþátt (með hléum) í þrjú ár á útvarpi NFFA á Akranesi svo spila ég líka tónlist heima hjá mér milli þess sem ég sef og er í vinnunni. Svo eru samningaviðræður í gangi við annan stað, meiri fréttir af því seinna.
Uppáhalds listamaður?
Ég verða að segja Dom&Roland, hann er bara sá maður sem veldur mér nánast aldrei vonbrigðum, sem dæmi: Can´t punish me, Imagination, Parasite/Homicide, Killa bullet, Twisted city, Distorted dreams, Nanobugs.. ofl. ofl. þarf ég segja meira??Aðrir sem ég er að “digga” Mist, High contrast, Calibre, Concord dawn, Influx datum, Mathematics, Zinc, Klute svo síðast en ekki síst Jonny L!!!
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Soul:r án nokkurs vafa.
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Prófíll #4: Elvar
Nú er kominn inn fjórði prófíllinn á breakbeat.is í lið þar sem drum and bass snúðum landsins er gefið tækifæri á að kynna sig og sýna hæfileika sína. Að þessu sinni er það enginn annar en Elvar sem situr fyrir svörum og sér einnig um að blanda saman mixi sem er stúttfullt af klassíkum drum and bass tónlistarinnar.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Hardcorið hafði alltaf heillað þrátt fyrir að ég hafði í raun ekki hugmynd um hvernig ég ætti að nálgast það og man ég eftir að hafa tekið upp Hardcore lög úr útvarpinu á gömlu kasettutæki. ’94 byrjaði ég að versla Jungle geisladiska og ’95 varð mér ljóst að ég þyrfti að versla vínyl plötur ef ég ætlaði að eignast allt það efni sem mig langaði í og eignaðist þá fyrsta plötuspilarann. Það var fljótlega eftir það að ég varð heltekinn af Jungle/Drum & Bass tónlistini og keypti mér annann plötuspilara. ’96 spilaði ég í fyrsta einkasamkvæminu og eftir það tóku við skólaböllin.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem ég keypti var "Johnny Jungle (Orign Unknown Remix/Droppin’ Science Remix)". Þá vissi ég eiginlega ekkert hvaða plötu ég var að kaupa. Þetta var bara eithvað sem Grétar í Þrumuni benti mér á.
Síðasta plata sem þú keyptir?
"Wolf (Dillinja Remix)" - Shy FX.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Þrátt fyrir að það sé ekki D&B lag, þá hef ég alltaf "Papua New Guinea" - Future Sound Of London með í töskuni.
Hvar verslarðu plötur?
Ég hef alltaf verslað í Þrumuni og svo Elf19 þegar hún var uppi. En þegar maður er staddur í London er það auðvitað Black Market. Ég er farinn að versla minna af plötum en ég gerði. Þegar maður var yngri gat maður leyft sér að eyða meiri hluta launana í vínyl plötur um hver mánaðamót.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Ég hef spilað á Breakbeat.is kvöldum, áramótaruppákomu TFA og John B djamminu á Rauða Ljóninu, ótal einkasamkvæmum og skólaböllum, Sirkus og uppákomum í Brim ofl. Einnig hef ég gefið út tvo mixdiska.
Uppáhalds listamaður?
Mér finnst alltaf erfitt að segja uppáhald eithvað... því að þá finnst mér ég vera að skilja svo margt útundan. En í D&B geiranum eru Roni Size, Bad Company, Total Science og Ram gengið ofarlega á lista.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Í augnablikinu á ég engin uppáhalds útgáfufyritæki. En til að segja eithvað þá hefur Full Cycle alltaf heillað mig.
Uppáhalds DJar?
Andy C, Hype og Roni Size eru skemmtilegir.
Topp tíu listi:
Þetta er nálægt því að vera "all time" topp 10 listinn minn. Lögin eru ekki í neinni sérstakri röð.
Sorrow - Future Bound
Terrorist - Renegade feat. Ray Keith
Brown Paper Bag - Roni Size Reprazent
Acid Track - Dillinja
Inner City Life - Metalheadz
Mutant Revisited - DJ Trace
Chopper (Shy FX Remix) - Ray Keith
Quadrant Six - Dom & Optical
Spellbound - Tango
Western Tune - PFM
Lýstu mixinu þínu?
Ég byrja á eldri mýkri tónum, fer svo yfir í meiri harðneskju. Þetta er svona bland frá '93 til dagsins í dag. Þarna eru einfaldlega lög sem eru í uppáhaldi hjá mér og einnig sem mér finnst hafa markað ákveðin tímamót í þróun þessari tónlistarstefnu.
lagalisti:
01 Horizons - LTJ Bukem (Good Looking)
02 Music Box - Roni Size & Die (Full Cycle)
03 Champion Sound (Alliance Remix) - Q Project (Legend)
04 Sorrow - Future Bound (Skanna)
05 Sonic Winds - Seba (Looking Good)
06 Space Funk - Digital (Timeless)
07 Trauma - Dom & Roland (Renegade Hardware)
08 The Nine - Bad Company (BC)
09 Alien Girl - Ed Rush, Optical & Fierce (Prototype)
10 Chopper (Shy FX Remix) - Ray Keith (Dread)
11 Warhead (Ram Trilogy Remix) - DJ Krust (V)
12 Brown Paper Bag - Roni Size Reprazent (Talkin' Loud)
13 DJ SS - Lighter
Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.
Prófíll #3 :: Gunni (Ewok)
Þá er komið að þriðja plötusnúðnum í mánaðarlegum lið breakbeat.is, að þessu sinni er það enginn annar en Gunni Ewok sem sér um að mixa fyrir okkur syrpu af efni úr hinum ýmsu áttum, fjölbreytileg og skemmtileg syrpa sem enginn ætti að missa af.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
þegar ég var 11 ára með geisladiska í bekkjar partýum og eitthvað. En síðan svona alvöru dj menska hófst fyrir 2-3 árum þegar ég var með einn pitch adjustable spilara og eitthvað pitchanlegt mp3 forrit
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Pósturinn Páll var fyrsta platan sem ég lét kaupa handa mér. En fyrsti danstónlistar vinyl platan var Westbam Celebration Generation.
Síðasta plata sem þú keyptir?
Hive, John Tedjada og Echo Ep á Commercial Suicide. Er að bíða eftir að hún komi í pósti
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Hmm getum sagt það þannig að það er alltaf að minsta kosti ein virus plata, dom & roland plata og svo technical itch.
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni helst, finnst það skemmtilegar einhvernveginn. Grétar lætur mig líka alltaf fá eitthvað sniðugt sem ég hefði líklegast ekki fattað annars að kíkja á. En stundum panta ég af netinu þá aðalega gamalt 2nd hand dót sem ég fæ ekki hjá Grétari.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Partýum, hlöðu ballinu víðfræga að Hóli í Önundafirði, einhverju lögfræðinema dæmi, í Breakbeat þættinum og svo á STC kvöldinu á Astró.
Uppáhalds listamaður?
Vá stórt er spurt. Alltof margir koma til greina. En svona drum & bass wise Polar, Omni Trio, Paradox, Danny Breaks, Dom & Roland, Matrix, Optical, Ed Rush og Marcus Intalex til að nefna nokkra.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Metro og Moving Shadow í gamla daga. Annars er komið svo mikið af útgáfu fyrirtækjum að það er ekkert sem stendur mikið uppúr eins og í gamla daga.
Uppáhalds DJar?
Ed Rush, Klute, Perfect Combination, Addi, Grétar, Tommi hvíti, Addi (Exos), Tryggvi og Reynir. Addi gamli sko bolti það er.
topp tíu listi:
min top 10 drum & bass í augnablikinu (engin sérstök röð). Sonic Silver - Rocket Launcher, John Tedjada + Echo + Hive - Commercial Suicide EP, John B - American Girls (bæði mixin), Stratus - With a vengeance ep, Facs & Scythe - e.v.p., Matrix & Danny J - paradiso, Adam F - Karma (High Contrast Remix), Drumagick - Easy Boom, Spytechnologies LP og Fracture & Neptune -deadlands
Lýstu mixinu þínu?
þar sem ég á tvær meiri floor syrpur í umferð á netinu ákvað ég að taka hér fjölbreytilegri syrpu með lögum héðan og þaðan. Skemmtilegt mix sem kemur víða við.
tracklisti:
Use of Weapons - Stan's Plan (Droppin Science)
Flying Fish - Theme (Federation)
Danny Breaks - Beatbiter (Droppin Science)
Sonar Circle - More Time (Reinforced)
Paradox - Cords & Discords (Reiforced)
Source Direct - Enemy lines (Science)
K - Oblivius (Subtitles)
Nico & Zyg - Claw (No U-Turn)
Konflict - Maelstrom (Renegade Hardware)
Ed Rush & Optical - Satelitez (Virus)
Dom & Matrix - Footsteps (Moving Shadow)
Vagrant - Access (Fuze)
Smellið hér til þess að hlusta á syrpuna
Eitthvað í lokinn?
Verið bara dugleg að leita uppi góða tónlist krakkar mínir.
Prófíll #2 :: Leópold
Þá er komið að annari syrpu í liðnum Syrpa Mánaðarins og að þessu sinni er það enginn annar en kvennatryllirinn Leópold (aka Lelli) sem fær að spreyta sig. Hér fyrir neðan má finna prófíll um áðurnefndan svefnherbergissnúð og lagalista syrpunnar.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Ég byrjaði ekki að dj fyrr en 99 en ég var búinn að hlusta á drum & bass töluvert þar á undan (frá 96-97), kaupa geisladiska og plötur í dálítin tíma og átti einhvern slatta af plötum þegar ég keypti mér fyrst Technics spilara.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsti platan sem ég keypti var Moving Shadow 100 - Dom & Rob - Distorted Dreams / Rob & Goldie - The Shadow, en ég átti einhverja diska sem ég hafði keypt þar á undan.
Síðasta plata sem þú keyptir?
Seinasta sem ég verslaði var núna fyrir stuttu og það var allveg fullt t.d. Rocket Luncher með Sonic & Silver og In Love bootleginn og margt fleira
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Quadrant 6, Wormhole og allskonar gamalt Dylan dót og fleira...
Hvar verslarðu plötur?
Þrumuni, netinu og svo þegar ég fer út kem ég heim með slatta af nýju dóti
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Listinn er nú ekki langur en ég hef spilað á einhverjum bjórkvöldum og menntaskólaböllum og svo einhver einkapartí
Uppáhalds listamaður?
Ed Rush & Optical, Dylan, M.I.S.T. gaurarnir, High Contrast hefur verið dálítið heitur upp á síðkastið o.s.frv.
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Virus, allskonar Biotic tengd label, einu sinni hefði ég hiklaust sagt Renegade Hardware en get ekki sagt það lengur, Timeless og svo allskonar meiri rólegheita label eins og Hospital og Soul:R
Uppáhalds DJar?
Af þeim sem ég hef séð spila þá eru nokkrir sem hafa staðið uppúr eins og Andy C, Patife, Marcus Intalex, Storm og Fabio svo einhverjir séu nefndir.
topp tíu listi:
Já, hér er 5 mighty Rollers fyrir 14 des 2002
1. Dillinja - 'Live or Die' (Valve)
2. Mist:i:cal '3am' (Soul:R)
3. Bad Company 'Shot Down On Safari' LP (BC)
4. J Majik 'New Generation' EP (Infrared)
5. Adam F 'Drum n Bass Warfare' EP (Kaos)
Lýstu mixinu þínu:
Ágætt mix svo sem...
Tracklisti:
1. Dylan, B-Key & D-Kay – Funky People – Muzica
2. 3 AM – M.I.S.T. & High Contrast – Soul:R
3. Danny J & Matrix – Paradiso – Metro
4. Cum Dancing – London Electricity – Hospital
5. In Love (Carlito Bootleg) – MAW – White
6. Mexican – Danny C – Portica
7. Funkstation – Sonic – Virus
8. French Kiss (Ed rush & Optical Bootleg) – Lil’ Luis – White
9. Kloaking King - Krust (rmx) – Full Cycle
10. Rollidge (Twisted Individual rmx) – Dj SS – Formation
11. Platinum – D-Kay & Epsilon – Renegade Hardware
12. Lost & Found – Spirit – Inneractive
13. Voix – Lutin & K.Fra – XXX
14. Starsign – Moving Fusion - Ram
15. Beastman – Ram Trilogy – Ram
16. Raygun (Spirit V.I.P) – Spirit – Timeless
17. Squash – Total Science – Advanced
18. Return of Forever – High Contrast - Hospital
þú getur hlustað á syrpuna hér
Prófíll #1 :: Dj Kalli
Samfara nýjum lið hér á Breakbeat.is þar sem plötusnúðum landsins er gert kleift að koma syrpum sínum á framfæri munu birtast hér á síðunni prófílar um viðkomandi plötusnúð. Fyrsti svefnherbergissnúðurinn sem tekin er fyrir er Kalli og er hér að finna prófílinn hans.
Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dja?
Fékk fyrst áhuga drum and bass seint á árinu 1997, hlustaði á skýjum ofar og keypti mér diska, 98 byrjaði ég svo að kaupa plötur og æfa mig í að mixa með plötuspilara frá ömmu minni, geislaspilara og lélegan gemini mixer. Hef haldið áfram að kaupa plötur og aðeins bætt tækjakostin síðan þá.
Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta vínyl platan mín er “Blow your headphones” með Herbaliser en fyrst drum and bass skífan var “Timeframe / Chained on 2 sides” með Dom & Roland.
Síðasta plata sem þú keyptir?
“Clown / Lion” með Digital á Timeless, Soulution vol. 1, og Peshay remixið af “Sock it to me”, minnir mig.
Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ekki það að kassinn hafi verið í mikilli notkun hingað til, en “Alien girl” með Ed Rush, Optical & Fierce og “how you make me feel” með Marcus Intalex & St. Files hafa verið í spilun hjá mér reglulega síðan ég fékk þær.
Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni og svo á netinu, Red Eye og Chemical.
Hefurðu spilað einhversstaðar?
Í nokkrum minni einpartýum og minni samkomum á vegum skólans míns þá oft b2b með Lella. Ekki má heldur gleyma mögnuðum syrpum á diskótekum í grunnskóla, Kópavogsskóli reprazenting drum and bass.
Uppáhalds listamaður?
Alltof margir í rauninni. Optical stendur alltaf fyrir sínu, Sonic og Silver hafa verið að koma sterkir inn og High Contrast einnig. Svo upp á síðkastið hef ég mikið verið að fíla Calibre, mikið af dóti frá honum á leiðinni sem mér finnst ótrúlega gott,
Uppáhalds útgáfufyritæki?
Aftur er úr mörgum að velja, en Virus stendur fyrir sínu, Hospital góðir og Soul:R að fara vel af stað. Metalheadz á líka mikin fjölda góðra laga.
Uppáhalds DJar?
Hérna á Íslandi verð ég að segja að Reynir beri höfuð og herðar yfir flesta, hvað varðar tækni og hæfileika, ekki alltaf 100% ánægður með lagavalið en klárlega besti Dj á Íslandi að mínu mati. Úti er það svo Andy C held ég, hann er ótrúlega þéttur og með góðan plötukassa, svo er alltaf gaman að hlusta og horfa á Marky & Patife, góðir djar sem hafa sýnilega gaman af því að spila.
Topp tíu listi:
1. )EIB( - Torpedoes [B.C]
2. MAW - In love (Carlito remix) [White]
3. D-Kay – Quiet Earth [Renegade]
4. Jonny L – Syncrhonise [Metalheadz]
5. Roni Size – Sound Advice [Full Cycle]
6. Danny C – The Mexican [Portica]
7. MIST feat. Jenna G – Lover [Soul:R]
8. Klute - Part of me [Hospital]
9. Blue Sonix – This feeling (High Contrast remix) [Phuturistic Bluez]
10. Fresh & Fierce – Innocence [Quarantine]
Lýstu mixinu þínu?
Það byrjar á mýkri tónum keyrist svo smám saman up og fer aftur niður í lokin, stutt og laggott. Annars hef ég meira verið að fíla liquid funk hlið drum and bass senunar upp á síðkastið, harðneskjan alltaf að víkja. Reyni að halda mixunum smooth og flæðandi, ekki mikið að cutta með fadernum, stundum leyfi ég mixunum að lifa of lengi. Lýsir annars vel hvar ég stend og hvað ég er að spila held ég bara.
Hægt er að hlusta á syrpuna hér
tracklisti:
01. Agent Black - Feel Good [Ebony]
02. Special Forces - What I Need [Photek Productions]
03. D-Kay - Quiet Earth [Renegade]
04. Danny C - The Mexican [Portica]
05. Marky & XRS - LK (MIST Remix) [V]
06. MAW - In love (Carlito remix) [White]
07. Dj Marky & XRS - Closer [Soul:R]
08. Moving Fusion - Starsign [Ram]
09. Artfull Dodger - Ruffneck Sound (Dillinja Remix)
10. Brockie & Ed Solo - Reprasents [Undiluted]
11. Calyx - Fusion [V Recordings]
12. Adam F feat. MOP - Stand Clear (Unknown Orgin Remix) [Kaos]
13. Dillinja - Thugged Out Bitch [Valve]
14. Total Science - Squash [Advance]
15. DJ Die - Drop Bear [Full Cycle]
16. Klute - Part of Me [Hospital]
Síður: