Nerve gefa tónlist - 16.08.2009

Skosk/danska plötuútgáfan Nerve Recordings hefur verið að síðan árið 2001 og hefur gefið út tónlistarmenn á borð við Noisia, Kemal og Pyro, sem eiga það allir sameiginlegt að vera Íslandsvinir. Einnig ráku Nerve-kappar útgáfuna Nerve Breaks, sem eins og nafnið gefur til kynna lagði áherslu á breakbeat-tónlist. 

Fyrir ekki margt löngu síðan fór í loftið ný heimasíða Nerve, og af því tilefni hafa eigendurnir Paul Reset og Pyro ákveðið að leyfa aðdáendum að nálgast eldri efni frá útgáfunum tveimur á mp3-formi án endurgjalds, en þeim verður bætt við inn á heimasíðuna með reglulegu millibili.

Nú þegar eru Nerve 001 til 003 komnar upp, sem og Nerve Breaks 001 til 004. Við hvetjum alla áhugasama þarna úti til að tékka á nýju heimasíðunni og ná í fría tónlist frá þessum öðlingum.

 Hlekkur


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast