Breakbeat.is All Nighter á Jacobsen á föstudaginn - 12.08.2009

Breakbeat.is býður upp á flotta dagskrá á næturlöngu All Nighter tjútti sínu á Jacobsen föstudaginn 14. ágúst, fjölmargir tónlistarmenn og plötusnúðar koma fram á báðum hæðum Jacobsen. Dagskráin hefst á efri hæð Jacobsen um miðnætti með tónleikum frá hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project en að þeim loknum taka berlínarbúinn Leópold og breakbeat boltinn Ewok við í house og groove fíling fram eftir nóttu.

Á neðri hæðinni verða bumbur, bassar og brotnir taktar að hætti Breakbeat.is í aaðalhlutverki. Fastasnúðar Breakbeat.is sjá ásamt góðum gestum um að kokka fram úrvals dubstep og drum & bass tóna. Það er frítt inn á herlegheitin og ef þú skráir þig á póstlista Breakbeat.is hér til hægri geturðu átt möguleika á að komast á gestalista í veglegt fyrirpartý.

Sjáumst á Jacobsen á föstudaginn!

Hlekkir:
TZMP á Myspace
Leópold á Myspace
Facebook viðburður


Deila með vinum:



1 hefur röflað

  1. d0ntc4r3 röflaði þetta
    frítt inn my ass
    þann 15.08.2009 klukkan 07:06

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast