Lynx - Hinn hrái sannleikur - 01.04.2009

Félagarnir Lynx og Kemo hafa lokið við fyrstu breiðskífu sína, hefur gripurinn hlotið nafnið “The Raw Truth” og er væntanlegur á Soul:R útgáfunni í apríl. Í tilefni útgáfunnar sló Breakbeat.is á þráðinn hjá Íslandsvininum Lynx og spurðu kappan út í breiðskífuna og tónlist hans almennt.

 

Breakbeat.is: Til hamingju með nýju breiðskífuna, gætirðu sagt okkur aðeins frá henni?

 

Lynx: Takk. Við forum að spá í breiðskífunni eftir vinsældir “Global Enemies” og “Carnivale” á Soul:R. Ég, Kemo og Marcus Intalex vorum allir ánægðir með viðtökurnar sem þessi lög hlutu og okkur fannst eins og við værum með nokkuð einstakan vinkil á dnb. Það tók svo í kringum tvö ár að setja breiðskífuna saman og hún inniheldur ýmis samvinnuverkefni við listamenn úr ýmsum tónlistargeirum, Alix Perez, DRS, Mika Doo, Kate Whitmarsh, Spoonface og Bango Collective eru meðal þeirra sem koma við sögu.

 

Breakbeat.is: Sammála um að þið séuð með einstakt sánd. En annars hefur ekki verið mikið um samstarfsverkefni af þessu tagi í drum & bass, það er að segja heilar breiðskífur sem eru unnnar með sama söngvaranum/rapparnanum. Myndirðu segja að þú hefðir nálgast breiðskífuna með öðrum hætti en tónlist sem þú vinnur einn þíns liðs?

 

Lynx: Já, algerlega. Sem pródúsent þurfti ég að taka rödd Kemo með í reikningin við tónsmíðarnar og það mótaði virkilega fílingin í lögunum. 

 

Breakbeat.is: Er ætlunin að höfða til breiðari hóps en einungis dyggra drum & bass aðdáenda.

 

Lynx: Já við vonum að fólk beri þessa skífu saman við skífur eins og New Forms frá Roni Size og Reprazent frekar en að setja hana bara í flokk með venjulegum klúbbasmellum. Viljum gjarnan ná til víðari áheyrendahóps og vonum að tónlistin gæti náð til fólks sem hlustar kannski ekki almennt á drum & bass

 

Við höfum nú þegar fengið góð viðbrögð frá dubstep snúðum á borð við Mala, Pinch og N Type og öðrum plötusnúðum eins og Laurent Garnier.

 

Breakbeat.is: Gott að heyra.

 

Lynx: Þá förum við í gang með útvarpsherferð okkar í næstu viku og vonumst til þess að koma lögum af skífunni í almenna spilun.

 

Breakbeat.is: Sumir textana virka mjög pólitískir. Eru þetta sjónarmið Kemo? Ert þú sammála honum.

 

Lynx: Já mikið af textum Kemo eru ögrandi, því miður náðu einungis fáein af hinum pólitískari lögum inn á endanlegu útgáfuna á skífunni en skífan hefur breyst mikið undanfarið hálft ár, m.a. til þess að aðlaga hana að drum & bass geiranum en hún var fjölbreytari fyrir þær breytingar.

 

 

Breakbeat.is: Og hver var ástæðan fyrir þeim lögum sem enduðu á lokaútgáfu skífunnar?

 

Lynx: Það var ákvörðun Soul:R að miklu leiti.

 

Breakbeat.is: Hefurðu áhuga á að tónsmíðum innan annara tónlistarstefna og í öðru tempói?

 

Lynx: Algerlega, ég hef verið að semja tónlist síðan 1991 þannig að ég hef reynt við ýmsar stefnur... Mér finnst það líka hjálpa mér við drum & bass tónsmíðar mínar, þannig að já, mundi gjarnan vilja gefa út tónlist úr öðrum stefnum .

 

Breakbeat.is: Þú ert með frekar einstakt sánd, ef ætti að lýsa því mætti kannski segja að það væri undir hip hop áhrifum og maður myndi kannski nefna nöfn á borð við Massive Attack og Tricky auk þess sem drum & bass nöfn eins og Danny Breaks og Roni Size koma til hugar. Myndirðu taka undir slíka lýsingu og hverjir eru áhrifavaldar þínir?

 

Lynx: Já þetta er nærri lagi. Annars held ég líka að við séum mjög myndrænir og sjónrænir í tónlistinni okkar, þess vegna hefur verið einstaklega gaman að fá að setja saman myndband við lögin okkar og það hjálpar okkur að koma hugsuninni á bakvið lögin á framfæri.

 

Annars hafa stærri danstónlistarökt alltaf verið mikil áhrifavaldur á mig, bæði trip hop nöfn eins og þú nefnir en líka hljómsveitir á borð við Prodigy, Basement Jaxx, Leftfield og fleiri. Þau eru að ná réttu jafnvægi milli þess að semja danstónlist og að stunda laga- og textasmíða.

 

Breakbeat.is: Lagið “Deez Breaks” á breiðskífunni er eins konar sögustund í drum & bass sagnfræði. Þetta er merkilegt samansafn tónlistar ekki satt? Hvernig finnst þér að vera orðinn hluti af þessari sögu og hvernig finnst þér framvinda hennar hafa verið og núverandi staða?

 

Lynx: Ég vona að við verðum hluti af sögunni með “Deez Breakz”, þarna minnumst við á þau fjölmörgu lög sem hafa haft áhrif á okkur í gegnum árin. Það eru svo mörg lög þarna sem mér finnst hafa gleymst á síðustu árum vegna þeirrar breytinga sem drum & bass hefur gengið í gegnum með almennum vinsælda hljómsveita á borð við Pendulum... hef ekkert á móti tónlist þeirra þannig séð en hún tekur fókusinn soldið frá uppruna tónlistarinnar.

 

Breakbeat.is: Myndirðu segja að þín tónlist ætti rætur að rekja til liðinna tíma? Í jungle tónlist tíunda áratugarins og öðru slíku?

 

Lynx: Ég held ekki að tónlistinn okkar sé eingöngu bundin við fortíðina. Við leggjum áherslu á að finna rétt jafnvægi, frekar heldur en að einblína eingöngu á tæknilegar útfærslur samtímans sem svo margir drum & bass tónlistarmenn gera. Við reyndum að búa til plötu sem mun ennþá hljóma vel eftir 10 ár.

 

Breakbeat.is: Þannig að þið viljið tengja saman hljóðheima þessa tímabila?

 

Lynx: Við erum á móti þeirri einnota menningu sem er ríkjandi í drum & bass, þ.e.a.s. lag endist í hálft ár í spilun hjá plötusnúðum og eftir það hefur engin not fyrir það eða gagn eða gaman af því. En það var ekki meðvituð ákvörðun að sækja í tækni og hljóðheim fyrri ára, það bara atvikaðist þannig.

 

Breakbeat.is: En hvaða listamenn eru í uppáhaldi í dag? Innan og utan drum & bass heimsins?

 

Lynx: Á síðustu árum hef ég mikið hlustað á nöfn eins og MGMT, Burial, Plantlife, Bugz in the Attic og Basement Jaxx. Í drum & bass dettur mér helst í hug listamenn eins og Alix Perez og Commix. En satt best að segja hlusta ég ekki svo mikið á tónlist annarra, það gerir mér erfitt fyrir við mína eigin tónlistarsköpun!

 

 

Breakbeat.is: Forvitnilegt. En í ljósi áhugans sem þú hefur fyrir samvinnuverkefnum, hver væri draumaaðili í samstarf?

 

Lynx: Liam Howlett úr Prodigy, Quincy Jones, Bob James, Michael Jackson, Prince...

 

Breakbeat.is.: Einhver lokaorð fyrir íslenska lesendur?

 

Lynx: Vill senda öllu Airwaves liðinu kærar þakkir, fannst virkilega ánægjulegt að heimsækja Ísland í fyrra, Gunni Ewok, Aggi og allir hinir! Við eyddum fimm dögum á Íslandi og ferðuðumst um landið, það var frábært.

 

 

Breakbeat.is: Takk fyrir og þakka þér fyrir viðtalið

 

Lynx: Takk sömuleiðis


Hlekkir: 

myspace.com/lynxandkemo
therawtruth.info/

 


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast