Genotype snýr aftur! - 11.04.2009

Þeir sem hafa fylgst með drum & bass tónlistinni í lengri tíma ættu að muna eftir Genotype. Hann byrjaði að vekja athygli um miðjan 10. áratug síðustu aldar, en upp úr aldamótunum fór að hægjast á útgáfum frá honum. Nú ekki fyrir löngu tilkynnti Genotype endurkomu sína í drum & bass senuna, mörgum til mikillar ánægju.

Genotype, eða Justin Richardson eins og hann var skírður, gaf út sín fyrstu lög sín út undir nöfnunum Mastermind og Just Jungle árið 1994. Árið 1997 tók hann síðan upp Genotype nafnið og gerði allt vitlaust með laginu “Extra Terrestrial” sem kom út á Renegade Hardware”. Í kjölfarið gaf hann síðan út á útgáfum á borð við Reinforced, L Plates, Undiluted og víðar við góðan orðstír.

Eins og fyrr sagði fór svo að hægjast á útgáfum frá kauða, en hans síðustu lög komu út árið 2003. Nú er Genotype hinsvegar snúinn aftur og við bendum áhugasömum á að fylgjast með væntanlegu efni frá honum í gegnum hlekkina hér fyrir neðan. Einnig er hægt að nálgast nýtt mix sett saman af Genotype hér, en það inniheldur eingöngu nýtt efni frá honum sjálfum.

Genotype @ MySpace
Mischiev2Music


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast