Guð minn góður, Rusko! - 18.03.2010

Íslandsvinurinn Chris Mercer, betur þekktur sem Rusko, er eitt af stærri nöfnunum í dubstep-bransanum. Hann skaust fram á sjónarsviðið með lögum á borð við “SNES Dub”, “Jahova” og “Cockney Thug” þar sem hann lagði síðri áherslu á bassaþyngdina sem hafði einkennt dubsteppið á þeim tíma og meiri áherslu á hið svokallaða “wobble” og partýfjör.

Í maí næstkomandi er væntanleg fyrsta breiðskífa kappans. Gripurinn mun heita því stórskemmtilega nafni “O.M.G!” og koma út á bandarísku plötuútgáfunni Mad Decent, en hún er í eigu tónlistarmannsins Diplo. Forsmekkur plötunnar verður fáanlegur í formi tólftommunnar “Woo Boost” sem er væntanleg á næstunni.

Gestir á “O.M.G!” verða fjölmargir, þeirra á meðal Crookers, Gucci Mane, Ben Westbeech og fleiri. Platan er væntanleg í búðir þann 10. maí, og plötuumslagið ætti tæplega að fara framhjá neinum, eins og sjá má.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast