Siðferði þéttbýlisins frá Digital Mystikz - 07.11.2010

Félagarnir Coki og Mala sem saman vinna tónlist undir nafninu Digital Mystikz senda á næstunni frá sér breiðskífuna "Urban Ethics" á útgáfunni DMZ. Fyrr í ár gáfu þeir félagar út skífuna "Return 2 Space" og innihélt sá gripur lög eftir Mala, en á "Urban Ethics" eru tónsmíðar Coki aftur á móti í aðalhlutverki.

"Urban Ethics" kemur út á þreföldum vínyl pakka og inniheldur meðal annars lögin "Shock It", "Intergalactic", "Robotnik" og "Animal". Sem fyrr segir kemur skífan út á DMZ útgáfunni sem er í eigu þeirra félaga og íslandsvinarins Loefah. Er hún væntanleg í verslanir um miðjan desember mánuð en nú í nóvember er von á smáskífu sem inniheldur lögin "Horrid Henry" og "Education".


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast