Breakbeat.is Topp tíu listi ágúst mánaðar 2011 - 05.09.2011

Topp tíu listi Breakbeat.is fyrir ágúst mánuð var kynntur í útvarpsþætti Breakbeat.is síðastliðinn laugardag. Listar þessir eru teknir saman af plötusnúðum Breakbeat.is í hverjum mánuði og samanstanda af því markverðasta í taktabrotstónlistinni hverju sinni.

Að þessu sinni hreppti lagið "Sicko Cell" topp sætið, það er gefið út af Loefah á Swamp 81 útgáfunni en listamaðurinn sem á bakvið það stendur hefur farið huldu höfði. Glöggir hlustendur geta þó eflaust getið í eyðurnar. Af öðrum á listanum má telja til Hudson Mohawke, Enei, Martyn og Dom & Roland. 

Hægt er að hlusta á upptökur af útvarpsþætti Breakbeat.is á tónasvæði okkar en einnig er hægt að hlusta á listann og versla hann í hliðrænu eða stafrænu formi á Juno.co.uk og Junodownload.com.

Breakbeat.is Topp tíu listi ágúst mánaðar 2011
1. Unkown - Sicko Cell (Swamp 81)
2. Hudson Mohawke - Satin Panthers EP (Warp)
3. Bal - All City (Dispatch)
4. Enei - No Fear (Critical)
5. Dark Sky - Radius EP (50 Weapons)
6. Martyn - Viper (London's Arches Edit)(Brainfeeder)
7. DJ Diamond - Wreckage (Planet Mu)
8. Dom & Roland - Flux (Dom & Roland Productions)
9. Ortokore - Cannibal Dub (Voodoo)
10. Beastie Respond - Syncopy (2000F Dub) (Teal)


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast