Pinch lætur til sín taka - 28.11.2011

Bristol boltinn DJ Pinch, e.þ.s. Rob Ellis, hefur ekki setið auðum höndum undanfarin misseri, má finna aragrúa titla, mixdiska og breiðskífna frá Pinch og útgáfu hans Tectonic í verslunum og er meira væntanlegt á næstunni.

Fyrst má þar nefna samvinnuverkefni Pinch og Shackleton, en breiðskífa undir nafninu "Pinch & Shackleton" kom út í mánuðinum. Skífan sú er gefin út af Honest Jon's útgáfu fyrirtæki Damon Albarn og félaga, er drungalegur og tribal skotinn hljóðheimur þar allsráðandi og hefur skífan hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Þá hefur Pinch sett saman 61 hlutann í FabricLive mixdiskaseríunni fyrir breska næturklúbbinn Fabric. Á disknum, sem er væntanlegur í janúar, koma listamenn á borð við Boddika, Roly Porter, Photek, Addison Groove, EQD og Pinch & Shackleton við sögu.

Loks hefur Tectonic útgáfa Pinch verið öflug á síðustu mánuðum. Á árinu hafa þeir gefið út smáskífur frá mönnum á borð við Addison Groove, Photek, Distal, Roska og Illumsphere. Nú í nóvember kom svo út frumraun Author tvíeykisins, sem skipað er þeim Jack Sparrow og Ruckspin, samnefnd breiðskífa þeirra hefur verið að gera góða hluti í dubstep heiminum.

Aðdáendur Pinch og Tectonic ættu því að hafa nóg að hlusta á næstu misserinn. Verður spennandi að sjá hvað Ellis býður upp á næst. 


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast