Launmorðingjar á vegum Shogun - 20.06.2009

DJ Friction og félagar hjá Shogun útgáfunni hafa ekki setið auðum höndum síðustu misseri. Í síðustu viku rataði nýr mixdiskur, “Shogun Assasin Volume One”, í verslanir en diskur þessi er settur saman af Friction sjálfum og inniheldur 32 lög frá köppum eins og dBridge, Spor, Fresh, Break, Commix og Alix Perez. SP:MC þenur svo raddböndin yfir herlegheitunum.
 
Nýjasta 12” Shogun, sem inniheldur lögin “Aztec” og “Do Not Shake” eftir Spor, hefur verið að gera það gott í drum & bass heiminum undanfarið og frekari útgáfur á árinu eru í undirbúningi m.a. breiðskífa frá Alix Perez.

Hlekkur


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast