Subwave breiðskífa á Metalheadz - 20.12.2011

Moskvubúinn Gleb Soloviev sem semur drum & bass og aðra raftónlist undir Subwave nafninu sendir frá sér samnefnda breiðskífu á Metalheadz útgáfu Goldie nú eftir áramót. Skífan kemur út 2. janúar og mun innihalda ellefu lög, þar á meðal samvinnuverkefni með Stop Thinking og Enei.

Subwave byrjaði sem tvíeyki, skipað Soloviev og Alexander Rotov, en undanfarin ár hefur Soloviev unnið tónlist sína einn. Tónlistin er teknó skotin en melódísk,  óhefðbundin en vinsæl og hefur komið út undir merkjum Critical, Shogun Audio og Hospital, að Metalheadz sjálfum ógleymdum en "Subwave" verður fyrsta breiðskífa kappans. Hægt er að hlusta á tóndæmi af skífunni hér að neðan.

 



Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast