Eftir 12 ára starf í viðburðarhaldi, útvarpsþáttastjórnun og vefsíðuumsjón hyggur Breakbeat.is nú á bókaútgáfu en í lok mars munum við senda frá okkur bókina Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012. Í bókinni, sem kemur út í mars, verða tæplega 100 veggspjöld frá meira en 60 hönnuðum.
Útgáfa bókarinnar verður hópfjármögnuð, en það þýðir að við leitum til þín lesandi góður í því skyni að fjármagna útgáfu bókarinnar. Þú getur líka hjálpað okkur með því að láta orðið berast og deilt hlekkjum á verkefnið á veraldarvefnum. Allar nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sérstökum vef verkefnisins bok.breakbeat.is.
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!