Plötur mánaðarins mars 2012: Safnskífan Shangaan Shake og Back in time með Plug - 07.03.2012

Breiðskífur mánaðarins í mars eru tvær talsins. Sú fyrri er jungle og drum & bass skífan "Back in Time" með Plug, hún inniheldur lagasmíðar frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar og er í sama anda og klassíkinn "drum & bass for papa".


 

Síðari breiðskífa mánaðarins er safnskífan "Shangaan Shake" frá Honest Jon's útgáfunni. Á henni taka ótal listamenn shangaan electro tónlist frá Suður-Afríku í gegn og nota sem innblástur til eigin tónsmíða. Meðal listamanna sem koma við sögu á skífunni má nefna Actress, Peverelist, Hype Williams, Demdike Stare, DJ Rashad & DJ Spinn og Mark Ernestus.



Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast