Opnunarkvöld Breakbeat.is - 06.01.2000

Miðvikudagskvöldið 5. janúar fór opnunarkvöld Breakbeat.is fram á efri hæð Veitingahússin 22. Það má segja að kvöldið hafi verið opnunarkvöld í tvennum skilningi því bæði var verið að fagna því að vefsíðan Breakbeat.is var komin í gang og upphafi mánaðarlegra kvölda með sama nafn.

Það mátti alveg búast við góðri stemningu á þessu kvöldi, en ég held að fæstir hafi átt von á jafn rosalegu kvöldi og raunin varð. Bretinn DJ Kontrol, heiðursgestur opnunarkvöldsins, fór á kostum og spila flotta blöndu af glænýju dóti í bland við eldra efni. Meðal þeirra laga sem vöktu hvað best viðbrögð á gólfinu var gamli slagarinn “Champions Sound”, en Kontrol spilaði bæði upprunalegu útgáfu lagsins og hið nýja Bad Company remix. Síðan var hann með nokkur óútgefin lög frá vinum sínum í Renegade Hardware hópnum sem alveg voru að virka.

Þetta var frábær byrjun á vefsíðunni og þessum nýju kvöldum, sem munu fram fyrsta miðvikudagskvöldið í hverjum mánuði. Sjáumst 2.febrúar klukkan 21:00. Frekari upplýsingar um það kvöld færðu hér á Breakbeat.is og í útvarpsþáttunum Skýjum ofar á Rás 2 og Tækni á X-inu.

Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast