Djammrýni: Perfect Combination á Virkni kvöldi - 21.05.2000

Virkni fór aftur í gang föstudaginn 19.maí eftir hálfs árs hlé. Síðast var það dúettinn Calyx en í þetta skiptið var það Freeform kappinn Perfect Combination geðþekki sem lét sjá sig undir Virkni hattinum.

Virkni kvöldin hafa alltaf verið á Thomsen, en maður er farinn að hugsa út í það hvort að þau eigi heima þar lengur. Thomsen hefur síðastliðna mánuði fjarlægst drum & bass það mikið, að það er spurning hvort að drum & bass liðið finnist það eiga heima á Thomsen lengur. Þetta kom aðallega fram í því að það var frekar lítið á staðnum alveg fram til þrjú leytið. Reyndar segir orðið á götunni að fólk sé farið að líta á Thomsen sem "after-hours" klúbb og komi seint til að tjútta framundir morgun og getur margt verið til í því.

Það var hann dj Óli sem hóf kvöldið á efri hæðinni um miðnætti og matreiddi gesti Virkni á intelligent drum & bass, deep house og skyldum tónum á meðan fólkið beið eftir að aðstandendur Thomsen sæju sér fært að opna niður. Um klukkan hálf þrjú leytið var kominn góður slatti af fólki í biðröð við stigan niður. Hálftíma seinna streymdi fólkið niður og dj Eldar tók á þeim með harðri drum & bass tónlist á experimental nótunum. Eitthvað var Eldar ekki alveg upp á sitt besta í búrinu, en er það skiljanlegt þar sem hann ber hitan og þungan af Virkni kvöldunum. Og eftir að Reynir leysti Eldar af í smástund, tók Perfect Combination við plötuspilurunum og verð ég að segja að biðin uppi var alveg þess virði því að hann skilaði alveg sínu og var með tæknina á hreinu, fyrir þá sem pæla í því. Hann spilaði nýja, nýlega og gamla tónlist í bland og var virkilega gaman að heyra gamla klassíka eins og Alien Girl, Medicene Matrix Remix, Pulp Fiction frá Alex Reece og fleiri klassísk drum & bass lög. Það er gaman að hugsa til þess að núna er drum & bass búið að geta af sér klassísk lög en árið 1995 voru einu klassísku lögin í hardcore deildinni.

Thomsen verður aðeins að fara að hugsa sinn gang í hitamálunum því að upp úr klukkan 06:00 var orðið nærri ólíft niðri af hita og svita og vil ég mæla með því að Thomsen taki sér klúbba í London til fyrirmyndar sem eru með RISA-stórar viftur á dansgólfunum (40-50 tommur). Eina leiðin til að kæla sig var að sturta yfir sig vatni og voru fötin orðin vægast sagt ógeðfelld á endanum. Kvöldinu lauk svo klukkan 07:30 og var sá sem þetta ritar orðin frekar þreyttur, enda búin að stunda gólfið samfleytt í tæpa fjóra klukkutíma. Því miður varð það til þess að ég gat ekki litið á Future Cut eventið daginn eftir á Gauk á Stöng, en við fáum væntanlega að lesa um það síðar á breakbeat.is
-Frændi

Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast