Offshore með falda fjársjóði - 16.07.2009

New York búinn og íslandsvinurinn Clever hefur grafið upp sannkallaða geimsteina fyrir safnskífuna Buried Treasure Volume 2 sem kemur út hjá útgáfu hans Offshore. Á skífu þessari koma við sögu gamlar hetjur og upprennandi nýliðar úr drum & bass geiranum og eins og við er að búast hjá Offshore er tónlistin í tilraunakenndari gírnum. Meðal listamanna sem eiga lag á skífu þessari má nefna Deep Blue, Sinistarr, ASC, Scuba og Dissident.

Áhugasamir geta fengið smjörþefinn af því besta sem Offshore hefur upp á að bjóða í hlaðvarpi þeirra Offshore pilta á slóðinni offshore-recordings.com/podcast, en Buried Treasure Volume 2 kemur út á geisladisksformi í lok júlí og verður einnig fáanleg í stafrænum niðurhalsverslunum.

Hlekkur


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast