Hér til hliðar eru þau spjallsvæði sem að breakbeat.is bjóða upp á í dag. Vinsamlegast notið þessi spjallsvæði í eitthvað sem tengist geiranum en ekki einhvern sora og þess háttar.

Mest skrifað á kjaftæðinu

    Mest lesið á kjaftæðinu

      Umræðuefni

      Höfundur

      Skrifað

      Skrillex Ofmetinn ?
      11 svar
      MrCookie
      27. ágúst kl: 23:47
      haha mér finnst skrillex vera persónulega vera ofmetinn.... en ég respecta artistann alveg nokkuð mikið.. ekkert á móti honum.


      ef að þú horfir á ehv dubstep vid á youtube.. þá rekstu alltaf á ehv "skrillex is better than that and this og blablalbalba" Kominn soldið leið af þessu.


      Hvað Finnst ykkur ?

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      kalli
      28. ágúst kl: 13:04
      ég sveiflast soldið fram og aftur með þessa wobblara, Skrillex þar með talin. Tónlistinn finnst mér almennt ekki skemmtileg en hef þó stundum gaman af því hvað hún er hrikalega over the top.

      Þetta er samt alveg vel gert fyrir það sem þetta er, vel pródúserað og þannig. Viðbrögðin á youtube eru alveg týpísk fyrir svona artist sem nær miklum vinsældum, jafnvel meiri vinsældum en stefnan sem hann vinnur innan.

      Mjög sambærilegt t.d. við það sem gerðist þegar Pendulum náðu fyrst miklum vinsældum. Þá náði tónlist Pendulum eyrum fullt af fólks sem ekki hafði heyrt drum & bass áður. Þegar það fólk svo heyrði aðra drum & bass músík voru viðbrögðin oft á þessa vegu: "þetta hljómar ekkert eins og Pendulum, þess vegna getur þetta ekki verið drum & bass".

      Fólk er sumsé soldið að snúa hlutunum á haus, en kannski skiljanlegt enda er óravegur milli eldri dubstep tóna (DMZ, Skream, Mala, osfrv.) og þess sem Skrillex og co eru að gera.

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      bjarni
      23. september kl: 16:42
      Mér fannst dubstep ekkert spes þegar breakbeat byrjaði að spila það fyrst í útvarpi. Það var ekki fyrr en ég mætti á fyrsta breakbeat.is dubstep kvöldið sem ég fór að fíla þetta. Svo finnst mér það bara verða betra eftir að wobblararnir komu.

      En varðandi Pendulum þá man ég ekki eftir því að fólk hafi verið að bera allt dnb saman við þá. Skemmtilegt samt að sjá hvað Chase n Status eru enn skemmtilegir (guilty pleasure) þrátt fyrir að vera dottnir í Pendulum gírinn.

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      kalli
      25. september kl: 14:24
      Ég varð var við það á vettvangi Breakbeat.is og víða annars staðar að fólk sem kom að drum & bass í gegnum Pendulum var ekki til í að gúddera aðra dnb tóna, amk fyrst um sinn.

      Þá tengdi það hljóðheim Pendulum við drum & bass en ekki öfugt. Þannig að ef tónlist var ekki með Pendulum compression fíling, skæra syntha og fleira slíkt þá var hún ekki dnb. T.d. var spurt "ætlið þið ekki að spila neitt dnb" þegar maður var að spila Metalheadz dót...

      Svipað finnst mér vera að gerast með Skrillex og co. Fólk heyrir lög með þeim og er sagt að það sé dubstep. Svo heyrir það annað dubstep sem á kannski ekki mikið sameiginlegt með Skrillex annað en tempo og bassa. Þá segir það "þetta hljómar ekki eins og skrillex, þess vegna er þetta ekki dubstep". Soldið verið að snúa hlutunum á haus en auðvitað hefur það bara með það hvaðan fólk kemur að tónlistinni.

      Þetta segir ekkert um gæði Pendulum eða Skrillex endilega. Heldur bara að þegar bönd/artistar verða vinsælli en stefnan sem ól þá af sér verða oft svona "misskilningar" hjá nýjum aðdáendum.


      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      ewok
      25. september kl: 14:32
      All good things must come to a trend. Eins og annar helmingur Coldcut sagði á sínum tíma. Skrillex er náttúrulega bara afsprengi sem birtist alltaf þegar ný stefna sprettur upp og verður the new cool thing.

      Fullt af fólk sem er ekkert að fíla tónlistina fyrir það sem hún raunverulega er eða stendur fyrir fer að mæta á kvöldin fyrir þessa hip og kúl tónlist því þar eru trendsettararnir. Síðan heyrist eitt og eitt lag sem grípur þetta crowd. Oft nefnt lowest common denominator. Þar sem hópur þessa fólks fer alltaf meira og meira stækkandi þökk sé því að hæpið í kringum tónlistina verður meira og meira þá fer þessum lögum að fjölga og áherslan fer að færast af því sem stefnan upphaflega stóð fyrir yfir á aðra þætti sem eru meira grípandi. Margir plötusnúðar sjá sig knúna til að spila meira af því dót því að það er það sem "virkar" og tónlistar menn fara að semja meira á þeirri línu því það er það sem er spilað.

      Þetta er bara það sem gerist með flestar tónlistar stefnur og er bara Skrillex afsprengi af þessu ferli. Dubstep fyrir þessum nýkrýndu sérfræðingum í dubstep tónlist virðist aðalega snúast um að það sé wobble í bassanum eins og þeir segja. Þetta á að vera sem mest filthy osfrv. Menn eru farnir að kalla hvað sem er sem er með wobble bassa soundinu dubstep og síðan dubstep sem er ekki með wobble bassa eða half time takti og mikla áherslu á snerilinn er ekki dubstep fyrir þeim. Það versta er þegar þeir ætla að fara að útskýra dubstep fyrir manni og segja að maður skilji bara ekki stefnuna.

      En svona er bara þróun tónlistarstefna sem verða of vinsælar og hefur þetta eiginlega orðið extra slæmt í dubstep þökk sé internetinu þar sem þróunin og afmyndunin fékk að gerast á met tíma.

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      nattsokkur
      14. október kl: 15:54
      Hann er að gera lag með eftirlifandi meðlimum The Doors. Hann hlýtur að vera góður strákar!

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      kalli
      25. október kl: 20:41
      haha, no way í alvöru? Er til audio? Jim Morrison snýr sér í gröfinni.

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      kalli
      28. október kl: 12:41
      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      Muted
      09. nóvember kl: 22:01
      djööööfull eeeeeer hann faggalegur maður

      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      SiggB
      09. nóvember kl: 23:34
      haha ég er sammála bjarna!

      enn ja eins og Gunni sagði, þá er þetta mjög mikið the next new cool thing þarna i bandaríkjunum sérstaklega.. þessir canar eru mjog oft að fýla "the almighty filth" og vilja það alltaf meira og meira filthy.. bro step einhvað..



      SV: Skrillex Ofmetinn ?
      45m1r
      17. maí kl: 16:30
      mér finst Skrillex algjört sorp tónlistin hanns er ekki neitt vel producað heyrði eh lag með honum og Foreign Beggars heyrði 5 sek slökti á þvi byrjaði á ogeðslegum kick og snare þetta hljómaði eins og það var gert á 5 sek bara min skoðun..

      Deila með vinum:

      Næsti viðburður

      upplýsingar

      Félagið Breakbeat.is á Íslandi heldur undir merkjum Breakbeat.is úti vefsíðu, útvarpsþætti, klúbbakvöldum og viðburðum af ýmsu tagi.

      Útvarp Breakbeat.is

      Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll miðvikudagskvöld 23:00-00:00.

      Upptökur:

      Hafðu samband:

      Póstlisti


      Breakbeat.is
      Podcast