Skream - Burning Up (Digital Soundboy) - 07.11.2009

Skream
Burning Up / Memories of 3rd Base
Digital Soundboy
12” / MP3
Sboy023
Dubstep
3/5

 

Dubstep undrabarnið Skream lítur um öxl á þessari tólf tommu á Digital Soundboy útgáfu Shy FX og vitnar í liðna tíma í sögu breskrar danstónlistar. Á “Burning Up” smellir Skream amen breikinu og textabút frá Loleatta Holloway í samplerinn sinn, blanda sem margar jungle kempur hafa áður prófað (t.d. Total Science og Cloud Nine). Við herlegheitinn bætir Skream svo titrandi taktfastri bassalínu sem stökkbreytist þegar líða tekur á lagið, mikið meira þarf ekki til. “Burning Up” er orkumikill dansgólfatryllir en lagið er of línulegt og of fínpússað til þess að vera raunverulegur virðingavottur við jungle tímabilið og á sama tíma er það of þvingað og þjappað til þess að bjóða upp á skemmtilegan dubstep vinkil á hin klassísku element og áhrif úr jungle tímanum.

“Memories of 3rd Base” er þá öllu betra, líklega er það tilraun til þess að sína DMZ kvöldunum og klúbbnum sem þau hýsti sóma (sá möguleiki er allavega meira viðeigandi en að lagið sé minning fyrrum ástarumleitana Skream). “Memories of 3rd Base” töltir hægt og rólega áfram og einkennist hljóðheimi upphafsára dubstep tónlistarinnar, vælandi synthar, bergmálandi sneriltrommur, snefill af effektum sem krydda lagið upp ásamt tröllvaxinni bassalínu. Lag sem fer fínna í hlutina en “Burning Up” en er þó engu að síður líklegt til þess að kveikja í dansgólfi ef rétt er farið að hlutunum.

Karl Tryggvason - kalli@breakbeat.is


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast