Sjálfsmynd Seba - 06.02.2013

Svíinn Sebastian Ahrenberg, e.þ.s. Seba, hefur undanfarið unnið hörðum höndum við að ljúka við aðra breiðskífu sína. Hefur platan hlotið nafnið "Identity" og er væntanleg í verslanir nú á vormánuðum undir merkjum Secret Operations

Seba ætti að vera drum & bass hausum vel kunnur, hann hefur verið að í rúm 16 ár og gefið út á útgáfum á borð við Hospital, Good Looking og Offshore auk Secret Operations útgáfunnar sem hann á og rekur. Smáskífa með lögunum "Too Much Too Soon" og "Say You Love Me" kom út á dögunum og gefur forsmekkinn af því sem koma skal.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast