Rautt Bréf frá Outrage og Digital - 10.08.2009

Íslandsvinurinn Digital hefur ásamt harðhausnum Outrage sett saman nýja breiðskífu sem þeir hafa gefið nafnið "Red Letter". Þeir félagar hafa undanfarið verið viðriðnir hinar ýmsu tónlistarstefnur, meðal annars í tengslum við J-Tek útgáfuna en á skífu þessari er drum & bass í aðalhlutverki. Mætast þar hljóðheimar þessara merku listamanna og ná tónsmíðarnar yfir gjörvallt litróf drum & bass stefnunnar.

"Red Letter" kemur út í október á þreföldum vínyl pakka, á cd og mp3 niðurhali undir merkjum Function útgáfunnar. Tvímenningarnir hafa í tengslum við plötuna sett af stað remix keppni og geta áhugasamir skráð sig og nálgast sömpl á netfanginu digitaloutrage@hotmail.co.uk.

Digital & Outrage á Myspace


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast