Breakbeat.is í samstarfi við Becks kynnir: Hudson Mohawke á Jacobsen 26.09.09 - 20.08.2009

Skoski tónlistarmaðurinn Hudson Mohawke mun stíga á stokk á Breakbeat.is kvöldi á Jacobsen, laugardaginn 26. september næstkomandi. Hudson Mohawke, sem heitir réttu nafni Ross Birchard, kemur frá Glasgow og hefur getið sér gott orð í danstónlistarheiminum með tilraunakenndum raftónlistartónsmíðum hefur hann gefið út fjöldan allan af smáskífum og endurhljóðblöndunum og nú í haust er von á fyrstu breiðskífu hans, Butter, sem kemur út á hinu goðsagnakennda útgáfufyrirtæki Warp.

Nánari upplýsinga um viðburðin er að vænta á næstu dögum en takið 26. september frá fyrir Hud Mo, eins og hann er einnig kallaður, á Jacobsen í boði Breakbeat.is og Becks.

Hlekkir
Hudson Mohawke á Myspace
Hudson Mohawke á Warp
Hudson Mohawke á Facebook
Hudson Mohawke á Twitter
Viðburður á Facebook


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast