Knowledge gengur í endurnýjun lífdaga - 31.08.2009

Eftir fimmtán ára útgáfusögu hefur tónlistartímaritið Knowledge endurfæðst sem vefrit á slóðinni www.kmag.co.uk. Knowledge ætti að vera íslendingum kunnugt en tímaritið var brautryðjandi í umfjöllun sinni um drum & bass og jungle tónlist auk þess að fjalla um tækni, list, tölvuleiki og menningu, þá fylgdu tímaritinu veglegir mixdiskar sem settir voru saman af stærstu nöfnum drum & bass heimsins.

Efnistök og umfjöllunarefnin á nýju vefsíðunni munu verða á svipuðum slóðum og lofa Knowledge menn blaðamennsku af bestu gerð, margvíslegra blogga auk nýjustu frétta af öllum helstu hræringum drum & bass heimsins. Þá gefst skráðum notendum síðunnar kostur á að nálgast hlaðvörp og syrpur á síðunni, að senda inn hlekki og skilja eftir athugasemdir.

Hlekkir:
Vefsíða Knowledge
Knowledge á Twitter
Knowledge á Facebook
Knowledge á Myspace


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast