2562 í ójafnvægi - 26.10.2009

Hollendingurinn Dave Huismans er iðinn tónlistarmaður, undir nöfnunum Dog Daze og A Made Up Sound semur hann hip hop, broken beat og techno tónlist, en þekktastur er hann sennilega fyrir techno-skotna dubstep tónlist sína sem hann vinnur undir nafninu 2562. Nú á dögunum sendi Huismanns frá sér aðra breiðskífu sína undir 2562 nafninu, heitir gripurinn "Unbalance" og kemur út á Tectonic útgáfu Bristolbúans Pinch.

"Unbalance" er í svipuðum gír og fyrri verk 2562, brúar bilið á milli techno og dubstep heimanna á skemmtilegan hátt og er rökrétt framhald af fyrstu 2562 breiðskífunni "Aerial" sem kom út í fyrra. Kemur gripurinn út á geisladisk, stafrænu niðurhali og þreföldum vínyl pakka.

Hlekkir:
2562 á Myspace


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast