Framtíðarhljómur Rússlands á Hospital - 04.11.2009

"Future Sound of..." sería Hospital útgáfunar hefur tekið á drum & bass senum borga á borð við Budapest, Cambridge og Tokyo en næst á dagskrá hjá þeim er risinn í austri, Rússland. Safnskífan "Future Sound of Russia" er væntanleg í verslanir á næstu vikum en þar er að finna fjölbreytt og flott safn tóna frá rússneskum listamönnum á borð við Bop, Electrosoul System, Subwave, Mendelayev og Mr. Sizef & Unqoute.

Rússneskir drum & bass listamenn hafa látið til sín taka í drum & bass heiminum að undanförnu og þaðan blása ferskir vindar í tónsmíðum í þessum geira. Er ljóst að mikið af hæfileikafólki er að finna í þessu stærsta landi veraldar og á "Future Sound of Russia" reyna Hospital liðar að gera þessari grósku skil. "Future Sound of Russia" kemur út á tvöföldum vínyl pakka, geisladisk og stafrænu niðurhali þann 16. nóvember.


Deila með vinum:1 hefur röflað

  1. Arni röflaði þetta
    Hvenær kemur svo Future Sound Of Iceland út?
    þann 05.11.2009 klukkan 01:26

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast