Consequence breiðskífa á Exit - 14.11.2009

Nýliðinn Consequence sendir á næstunni frá sér sína fyrstu breiðskífu á Exit útgáfu íslandsvinarins dBridge og hefur skífan hlotið nafnið "Live For Never". dBridge komst í kynni við Consequence á tónleikaferðalagi á Nýja Sjálandi, náðu þeir félagar vel saman auk þess sem tónlist Consequence heillaði dBridge. Síðan þá hafa tónsmíðar Consequence ratað í Autonomic hlaðvarp Instra:Mental og dBridge og vakið mikla lukku meðal fylgjenda dýpri og mínimalískari drum & bass tóna.

"Live for Never" er sem áður segir frumraun Consequence á breiðskífusviðinu og inniheldur hún samvinnuverkefni með ASC, dBridge og Instra:Mental. Fyrsta smáskífan af "Live for Never" er komin í verslanir og inniheldur hún lögin "Pseudo Echo", "Feeling Like We Do" og "Short Lived". Breiskífan sjálf er svo væntanleg á næstu vikum á 4x12", geisladisk og stafrænu niðurhalsformi.

Hlekkir:

Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast