Scuba mixar fyrir Substance - 22.11.2009

Breski dubstepparinn Scuba hefur undanfarin misseri dvalist í Berlín og fært dubstep til höfuðborgar Þýskalands með útgáfu sinni Hotflush og klúbbakvöldunum Sub:stance sem haldin eru á hinum goðsagnakennda klúbbi Berghain. Nú hyggst Scuba gefa út Sub:stance mixdisk undir merkjum techno-útgáfunnar Ostgut Ton en hún er í eigu sömu aðila og Berghain klúbburinn.

Það er Scuba sjálfur sem að sér um lagaval og samsetningu disksins og mun diskurinn innihalda tónlist frá listamönnum á borð við Instra:Mental, Mala, Shackleton, Joker, Joy Orbison og Scuba sjálfum svo fáeinir séu nefndir. Þá ku einnig þó nokkuð af áður óútgefnu Hotflush efni hafa ratað á diskinn. Er ætlunin að gefa smjörþef af þeirri fjölbreyttu flóru dubstep tónlistar sem spiluð er á Sub:stance kvöldunum. "Sub:stance" er væntanlegur í verslanir 25. janúar 2010.

Hlekkir:





Deila með vinum:



1 hefur röflað

  1. Árni röflaði þetta
    Tracklist:

    01. Sigha - Light Swells (In a Distant Space)
    02. Airhead - Paper Street
    03. Sigha - Early Morning lights
    04. Pangaea - Sunset Yellow
    05. Joy Orbison - The Shrew Would Have Cushioned The Blow
    06. Shortstuff - See Ya
    07. Untold - No-one Likes a Smart Arse
    08. Scuba - You Got Me
    09. Surgeon - Klonk pt 4
    10. DFRNT - Headspace (Scuba's secret mix)
    11. AQF - Born and Raised (version)
    12. Badawi - Anlan 7
    13. Joy Orbison - Hyph Mngo
    14. Mount Kimbie - Maybes (James Blake remix)
    15. Sigha - Seeing God
    16. Ramadanman - Tempest
    17. Instra:mental -Voyeur
    18. Sigha - Shapes
    19. George Fitzgerald - Don't You
    20. Scuba - Minerals
    21. Shackleton - It's Time For Love
    22. Mala - Stand Against War
    23. Scuba - Last Stand
    24. Joker - Psychedelic Runway
    þann 27.11.2009 klukkan 02:52

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast