Hudson Mohawke með Essential Mix - 27.11.2009

Flestir lesendur Breakbeat.is vefsins ættu að vera að farnir að kannast við skoska tónlistarmanninn og plötusnúðinn Ross Birchard, eða Hudson Mohawke, eins og hann er yfirleitt kallaður í tónlistarheiminum. Hann sótti Ísland heim og gerði allt vitlaust á Breakbeat.is tjútti á Jacobsen í september síðastliðnum sælla minningar. Hudson Mohawke gaf einnig nýlega út breiðskífuna “Butter” á Warp útgáfunni goðsagnakenndu.

Nú er búið að bjóða Hud Mo að gera Essential Mix í samnefndum útvarpsþætti gamla jálksins Pete Tong á BBC Radio 1. Vikulega fær Tong fólk úr hinum ýmsustu stefnum til að gera tveggja klukkustunda bræðing sem er síðan spilaður í þættinum. Þykir það mikill virðingavottur að fá að útbúa Essential Mix og er það jafnan haft til marks um að listamaður hafi slegið í gegn á sínu sviði.

Þessa vikuna er svo komið að Hudson Mohawke. Þátturinn er á öldum ljósvakans föstudagskvöld / laugardagsmorgun milli klukkan 3 og 5 eftir miðnætti og þú getur hlustað í beinni á heimasíðu BBC Radio 1.

Hlekkir:

Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast