Breakbeat.is kvöldin flytja sig um set - 08.01.2010

Í tæpt ár hafa Breakbeat.is kvöldin, langlífustu klúbbakvöld Reykjavíkurborgar, átt heimili sitt á Jacobsen, Austurstræti. Það skeið hefur nú runnið á enda og frá og með deginum í dag færir Breakbeat.is varnarþing sitt yfir á veitinga- og skemmtistaðinn Prikið, Bankastræti 12.

Fyrsta Breakbeat.is kvöldið á Prikinu verður veglegt árslistakvöld í lok janúar mánaðar þar sem árið 2009 verður endanlega gert upp, nánari upplýsinga um þann viðburð er að vænta á næstu dögum. Í framhaldinu verða svo hin mánaðarlegu kvöld Breakbeat.is haldin á Prikinu, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.

Prikið er að mati aðstandenda Breakbeat.is fyrirtaks vettvangur fyrir viðburðarhald félagsins, þar ríkir gott andrúmsloft og tónlistarlegur metnaður. Er það trú og von Breakbeat.is að þetta samstarf verði öllum sem að málinu koma til ánægju og yndisauka.

Breakbeat.is þakkar starfsfólki Jacobsen samstarfið og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.


Deila með vinum:1 hefur röflað

  1. kári hippnó röflaði þetta
    þetta er svo nice vibe-lega séð!

    en sánd!?
    þann 09.01.2010 klukkan 09:58

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast