Útvarpsþátturinn Breakbeat.is á nýjum tíma - 12.01.2010

Vegna dagskrábreytinga á Xinu 97.7 hefur útvarpsþátturinn Breakbeat.is færst á nýjan tíma og verður framvegis í beinni útsendingu á Xinu öll laugardagskvöld milli 20:00 og 22:00.

Form og skipulag þáttarins breytist þó ekki, áfram verður boðið upp á það besta í drum & bass, jungle, dubstep og breakbeat tónlist og fastir liðir eins og topp tíu listinn, breiðskífur mánaðarins og vel valdir gestasnúðar verða á sínum stað. Að lokum er rétt að minna á tónasvæði og hlaðvarp Breakbeat.is þar sem hægt er að hlusta á eldri þætti og skoða lagalista.

Ekki missa af Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll laugardagskvöld 20:00-22:00.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast