Hafðu áhrif á árslista Breakbeat.is - 21.01.2010

Laugardagskvöldið 30. janúar næstkomandi verður árslisti Breakbeat.is fyrir árið 2009 kynntur á Prikinu, nýjum heimkynnum Breakbeat.is kvöldanna, og í beinni útsendingu á X-inu 97.7.  Eftir tæpt ár á skemmtistaðnum Jacobsen hafa Breakbeat.is kvöldin nú flutt sig um set og verða héðan í frá á þessum gamalgróna stað í Bankastrætinu.

Eins og venjan er getur þú, lesandi góður, haft áhrif á árslistann. Sendu okkur póst á arslisti@breakbeat.is með helstu lögum og breiðskífum síðasta árs að þínu mati. Listinn verður svo settur saman lýðræðislega af Breakbeat.is genginu og kynntur á X-inu í beinni útsendingu af Prikinu frá klukkan 22:00 þann 30. janúar næstkomandi. Eftir listann verður svo haldið áfram að tjútta með fastasnúðum Breakbeat.is og nokkrum vel völdum gestum fram á rauða nótt.

Sendu okkur póst með þínum lista og mættu svo á Prikið laugardaginn 30. janúar og heyrðu allt það besta frá árinu 2009!


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast